Tákn

Hlutverk tákna er að tjá eitthvað með vísun í hlut eða fyrirbæri sem allir þekkja. En þekkir þú merkingu hinna ýmsu tákna?

Um Tákn

Menn hafa notað tákn frá örófi alda og eru tákn viðfangsefni ýmissa fræðigreina svo sem listfræði, trúarbragðafræði, táknfræði og málfræði. 

Þrátt fyrir að við sjáum tákn víða erum við oft ekki læs á þau. Tákn getur verið hvað sem er svo lengi sem hægt er að túlka það sem tilvísun til einhvers annars. 

Mörg táknkerfi eru hefðbundin og reglubundin s.s. tölustafir sem tákna tölur og orð sem tákna hugtök (s.s. orðið kýr táknar tiltekið fjórfætt klaufdýr).

Tákn getur líka verið einföld mynd með ákveðna merkingu. Merkingin getur verið hugarástand, eiginleiki eða upplýsingar um eitthvað. Dæmi um slík tákn eru umferðaskilti, fáni og hjarta.

Í draumum og hugleiðslum hafa tákn oft aðra og dýpri merkingu en talið er í fyrstu. Gaman er að kunna skil á þessum táknum til að öðlast færni í að túlka betur það sem upplifað er. 

Vonandi geta þær útskýringar sem hér fylgja hálpað þér að verða færari í að lesa í þau tákn sem á vegi þínum verða. 

Blóm
Dýr
Litir
Myndræn tákn
Náttúra
Önnur tákn
Plánetur
Steinar
Stjörnumerki
Tölur

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Fyrirlestrar, námskeið, lífstílsráðgjöf, sálgæsla, heilun, dáleiðsla, tarotlestur og fyrirbænir

Hafðu samband