Myndræn tákn

Upphaf og endir. Tákn Jesús: Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn.

Jafnvægi efnis. Tákn höfuðskepnanna fjögurra. Höfuð áttirnar fjórar. Fjórar fyrstu orkustöðvar mannsins.

Hringur táknar lífshringinn, eilífðina og endaleysu (ekkert upphaf, enginn endir)

Hringur með punkti – Unity 

Guð, óendanleiki, sól, fullkomnun

Their hringir tengdir saman – Duality – Vesica Piscis

Karl- og kvenorka, elskhugar

Þrír hringir tengdir saman í þríhyrning – Trinity

Heilög þrenning. Faðir, sonur og heilagur andi. Trú, von og kærleikur. Eitt elsta tákn í kristni.

Krossmark í kring – Sólarkross – Vigslukross

Viðkomandi er á leið til fullkomnunar,

Hringur með X

Pentagram

Stjarnan táknar anda (oddurinn sem vísar upp) og frumefni jarðar; vatn, eld, jörð og loft (oddarnir í réttsælis röð). Hringurinn táknar tenginguna á milli þessara þátta.

Friðarmerki

Friður

Jin Jang – Yin Yang

Táknar alheiminn og allt sem lifir/myndast og er til við samleik og víxláhrif jin og jangs. Táknar andstæður og jafnvægi mill aðalþátta tilverunnar: svart / hvítt – sól / tungl – vont / gott – karl / kona – plús / minus – hart / mjúkt – þurrt / blautt

Jang er hið karllega. Jin hið kvenlega.

Til eru yfir 400 kross tákn, hér er að finna nokkur þeirra.

Latneskur kross

Táknar miskunn, þjáningu, sigur, líf, von og framtíð. Hann er sigurtákn og tengir saman himin og jörð. Latneskur kross er í gullinsniði þ.e. lengd 8 og breidd 5.

Jafnarmakross / Grískur kross

Táknar fernskonar verk Krysts; opnaði himnana, sigraði helvíti, náðaði og fyrirgaf syndir.

Sólarkross

Sólartákn, kross vonar. Krossinn í miðjunni er jafnarmakross og hringurinn utanum krossinn merkir óendanleikann.

Keltneskur kross

Er útfærsla af sólarkrossi, krossi vonar.

Páfakross

Armarnir þrír tákna þrenninguna. Efri armurinn táknar yfirskriftina. Neðsti armurinn táknar fótfjölina.

Grísk-rússneskur kross / Orþadox kross

Táknar iðrun og trú en varar einnig við að hafna og glatast. Fótafjölin vísar upp til hægri þar sem ræninginn var sem iðraðist.

Smárakross / Lasarusarkross

Smáratáknin á endunum merkja heilaga þrenningu.

Péturskross

Krossinn snýr öfugt því þannig var Pétur krossfestur.

Gaffalkross / Y-kross / Hökulkross

Vísar til heilagrar þrenningar og lífsins trés.

Kross með lykkju / Ankh

Tákn guðdómsins. Merkir eilíft líf og ódauðleika. Töfrastafur forn Egypta.

Möltukross

Minnir á fjóra spjótsodda sem vísa að miðju. Átta horn hans tákna átta höfuðdyggðir riddaranna.

Óendanleiki táknar eitthvað sem er takmarkalaust eða endalaust, eða eitthvað sem er stærra en nokkur raunveruleg eða náttúruleg tala.

Fyrsta hljóð veraldar. Guðleg þrenning. Heimarnir þrír (jörð, loft, himinn). Fortíð, nútíð, framtíð.

Fimmydd stjarna

Skilningarvitin fimm og hvernig maðurinn skynjar jarðvist sína í gegnum þau. Vernd. Þegar einn oddurinn snýr niður táknar stjarnan hið illa.

Sexydd stjarna – Davíðsstjarna – Gyðingastjarna

Innsigli Salómons. Tengsl mannsins við efnið og þróun hans aftur til Guðs. Tákn gyðingdómsins. Tákn hjartastöðvarinnar.

Sjöydd stjarna

Fullkomnun. Orkustöðvarnar sjö.

Heilög þrenning. Oddur vísar upp = mannkyn á leið til Guðs.

Þríhyrningur á hvolfi

Oddur vísar niður = Guð á leið til mannkyns.

Þríhyrningur innan hrings

Samruni við hið guðlega sjálf (þríhyringur táknar manninn og hringurinn guðdóminn).

Þríhyrningur með auga inní

Auga Guðs. Alltsjáandi auga.