Viska ljóssins

Hér má finna visku sem ég hef fengið til mín í hugleiðslu. Ég hugleiði reglulega og í hugleiðsluástandi sé ég og heyri mjög margt. Fyrir nokkrum árum fór ég að leika mér að því að skrifa niður setningar jafnóðum og ég heyri þær. Textinn kemur algjörlega fullmótaður til mín. Boðskapurinn er alltaf skýr, en hann felur í sér andlega leiðsögn um hvernig við getum lifað hamingjusömu og innihaldsríku lífi.

Fáðu visku ljóssins senda í pósti

Þegar sál yfirgefur jarðvistina má líkja því við ferðalag. Sálin hefur undirbúið ferðalagið í nokkurn tíma, jafnvel þó andlátið hafi átt sér stað með stuttum fyrirvara. Skilin milli heimanna eru þynnri en þið getið gert ykkur í hugarlund. Einn andardráttur skilur á milli lífs og dauða. Fyrsti andardráttur barns inn í jarðheim setur upphaf lífs...
Leyfðu tjáningu þinni að streyma fram óheftri. Tjáning fólks er mismunandi frá einum manni til annars. Sumir kjósa að tjá sig með orðum, aðrir í gegnum söng, myndlist, ljóðum, dansi eða einhvers skonar gjörningi. Hvernig tjáningin fær útrás er undir hverjum og einum komið. Aðalatriðið er að tjáningin flæði fram, óhindruð. Með tjáningu þinni nærðu...
Nú varir sólarljósið lengst á Norðurhveli jarðar og ætti að minna okkur á mikilvægi þess að tengjast ljósinu og leyfa því að vísa okkur leiðina. Ljósið birtist í öllum þeim litum sem þú getur ímyndað þér. Hvaða lit tengir þú sterkast við um þessar mundir? Sá litur gefur þér vísbendingu um hvaða orkustöð er virkust...
Tíðni jarðarbúa er að hækka. Margir finna fyrir ólgu innra með sér, verki í líkamanum eða óþægilegum tilfinningasveiflum. Takið á móti breytingunum með opnum huga og hjarta. Ef þið streytist á móti og hleypið ekki orkunni að munuð þið finna meira fyrir breytingunum. Ólga í samskiptum, ágreiningur um málefni sem eru ykkur hjartfólgin og aðrir...
Þegar þú stendur frammi fyrir krefjandi verkefni eða ákvörðun skaltu ávallt biðja um leiðsögn Guðs. Þú getur beðið um aukinn styrk, hugrekki eða visku til að fá sem bestu mögulegu útkomu. Sjáðu fyrir þér ljós Guðs umlykja þig og finndu allan þann kærleika sem þér er veittur. Þegar þú stendur í Guðs ljósi eru þér...
Þegar þrætt er um ákveðin málefni eru þið ekki að lifa þann kærleiksboðskap sem Kristur boðaði. Þrætur, erjur, rifrildi og ósætti sundra hópum, hjónaböndum og vinskap. Reynið að leysa þau ágreiningsmál sem upp koma í bróðerni, sátt og kærleika. Vinnið af heilum hug, alla daga, að því að sameina en ekki ýta í sundur. Finnið...

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Fyrirlestrar, námskeið, lífstílsráðgjöf, sálgæsla, heilun, dáleiðsla, tarotlestur og fyrirbænir

Hafðu samband