Viska ljóssins

Hér má finna visku sem ég hef fengið til mín í hugleiðslu. Ég hugleiði reglulega og í hugleiðsluástandi sé ég og heyri mjög margt. Fyrir nokkrum árum fór ég að leika mér að því að skrifa niður setningar jafnóðum og ég heyri þær. Textinn kemur algjörlega fullmótaður til mín. Boðskapurinn er alltaf skýr, en hann felur í sér andlega leiðsögn um hvernig við getum lifað hamingjusömu og innihaldsríku lífi.

Fáðu visku ljóssins senda í pósti

Þegar þrætt er um ákveðin málefni eru þið ekki að lifa þann kærleiksboðskap sem Kristur boðaði. Þrætur, erjur, rifrildi og ósætti sundra hópum, hjónaböndum og vinskap. Reynið að leysa þau ágreiningsmál sem upp koma í bróðerni, sátt og kærleika. Vinnið af heilum hug, alla daga, að því að sameina en ekki ýta í sundur. Finnið...
Þegar þú sest niður í ró og beinir athygli þinni að sjálfri/um þér styrkist samand þitt við Guð. Innra með þér er guðsneisti sem þú getur hlúð að alla daga einfaldlega með því að beina athyglinni að andardrætti þínum og kyrrðinni innra með þér. Kannski trufla hugsanir þínar leið þína að þínum dýpsta kjarna, en...
Nú þegar sólin hækkar á lofti fara blómin að springa út og gleðja í leiðinni stóra sem smáa. Þegar þú gengur um garðinn þinn, í náttúrunni eða á öðrum stað þar sem blóm vaxa skaltu veita fegurð þeirra eftirtekt. Blóm eru sköpuð til að gleðja þig með litum sínum og lögun. Taktu eftir hverju smáatriði...
Hvað gerir þú til að rækta andann? Gefurðu þér stund á hverjum degi til að tengjast sjálfri/um þér eða líður líf þitt áfram án þess að þú staldrir við og gefir gaum að hver þú raunverulega ert? Ertu sífellt á þönum í kapphlaupi við tímann, að klifra upp metorðastigann? Hefurðu leitt hugann að því hvers...
Leyfðu þér að leika þér. Finndu léttleika í hverjum andardrætti og fylltu líkama þinn gleði og ánægju. Gleði yfir því að vera lifandi og ánægju með allt sem lífið hefur fært þér. Lífið er leikur og þú skalt njóta hlutverk þíns. Sumir hafa marga hatta, mörg hlutverk og eiga því erfitt með að átta sig...
Upprisa Krists gefur okkur von um eilíft líf. Ljósið sigraði myrkrið, lífið sigraði dauðann. Gefðu aldrei frá þér vonina. Vonina um að ljósið lifi. Þegar dauðinn yfirtekur líkamann lifir sálin áfram í Guði, hjá Guði. Guð tekur á móti öllum sálum en vistarverur Guðs eru margvíslegar og sálir af mismunandi tíðni eru á ólíkum stöðum....

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Fyrirlestrar, námskeið, lífstílsráðgjöf, sálgæsla, heilun, dáleiðsla, tarotlestur og fyrirbænir

Hafðu samband