Viska ljóssins

Hér má finna visku sem ég hef fengið til mín í hugleiðslu. Ég hugleiði reglulega og í hugleiðsluástandi sé ég og heyri mjög margt. Fyrir nokkrum árum fór ég að leika mér að því að skrifa niður setningar jafnóðum og ég heyri þær. Textinn kemur algjörlega fullmótaður til mín. Boðskapurinn er alltaf skýr, en hann felur í sér andlega leiðsögn um hvernig við getum lifað hamingjusömu og innihaldsríku lífi.

Fáðu visku ljóssins senda í pósti

Leið þín að heilbrigðara lífi liggur í gegnum heilt hjarta þitt. Þú berð vafalaust mörg áföll í hjarta þínu sem þarf að heila. Ein leið til þess er að hugleiða inn á hjarta þitt og sjá það fyrir þér sem heilt. Slepptu taki af þeim tilfinningum sem þar leynast og eru ekki lengur að þjóna...
Í hvert sinn er þú segir „ég er“ ertu í raun að segja „Guð er“. Í Biblíunni spyr Móse hvert nafn Guðs sé og honum er svarað: „Ég er sá sem ég er“. Taktu mark á þessum orðum. Ekki lítillækka sjálfa/n þig með því að tala niður til þín. Þá ertu um leið að minnka...
Treystu þínu innra ljósi, treystu leiðsögn Guðs. Hvíldu sátt/ur í eigin skinni og leyfðu mikilfengleika Guðs að birtast í gegnum þig. Hvern dag, hverja mínútu hefurðu val um að tengjast Guði, ljósinu innra með þér og leyfa því að lýsa veg þinn. Þegar þú lætur af stjórn og ert reiðubúin/n að leyfa Guði að taka...
Alla ævi þurfum við að taka til í hjörtum okkar. Lífð færir okkur alls kyns verkefni sem hafa áhrif á tilfinningalíf okkar og sumar tilfinningar hafa tilhneigingu til að sitja eftir í líkamanum. Hamlandi tilfinningar eins og reiði, skömm, sektarkennd og höfnun draga úr okkur. Því er nauðsynlegt að staldra við öðru hvoru og taka...
Hjálp vor kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hefurðu beðið Guð um hjálp? Hefurðu beðið engla um hjálp? Hefurðu beðið menn um hjálp? Sumum reynist afskaplega erfitt að biðja aðra um hjálp og þá er gott að velta fyrir sér hvers vegna svo er. Það er engum ætlað að fara í gegnu lífið einn...
Ef þér líður illa geturðu alltaf leitað huggunar hjá Guði. Guð elskar þig skilyrðislaust, án allra takmarkana. Elska Guðs er meira en öll önnur ást sem þú getur ímyndað þér. Ást Guðs á þér má líka við móðurást. Móðir gerir allt til að barni sínu líður vel svo það geti uppskorið alla þá hamingju sem...

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Fyrirlestrar, námskeið, lífstílsráðgjöf, sálgæsla, heilun, dáleiðsla, tarotlestur og fyrirbænir

Hafðu samband