Viska ljóssins

Hér má finna visku sem ég hef fengið til mín í hugleiðslu. Ég hugleiði reglulega og í hugleiðsluástandi sé ég og heyri mjög margt. Fyrir nokkrum árum fór ég að leika mér að því að skrifa niður setningar jafnóðum og ég heyri þær. Textinn kemur algjörlega fullmótaður til mín. Boðskapurinn er alltaf skýr, en hann felur í sér andlega leiðsögn um hvernig við getum lifað hamingjusömu og innihaldsríku lífi.

Fáðu visku ljóssins senda í pósti

Áramót eru tímamót til að velta fyrir sér liðnum atburðum. Atburðum sem leiddu til nýrra leiða til aukins þroska. Um leið og þú vegur og metur stöðu þína í dag með hliðsjón af þeim atburðum sem hafa mótað þig sem mest, geturðu sett þér ný markmið sem hafa það takmark að ýta þér fram af...
Ljósið er tákn kærleikans og jólin eru hátíð ljóssins. Leyfið ljósi ykkar að skína skært eins og stjörnunum á himinhvolfi. Hver einasta stjarna er tengd þeirri næstu með ósýnilegum þræði líkt og ljós ykkar er tengt ljósi annarra lífvera með kærleiksþræði. Sjáðu fyrir þér ljósin tengjast frá hjörtum ykkar, líkt og ljósaþráð í fallegasta vefnaðarverki...
Nú er mikilvægt að hver og einn hlúi vel að sér og sínum. Gleðin býr í hjörtum ykkar því hún er afrakstur sannrar hamingju og kærleika. Hvorki gleði né hamingju er hægt að kaupa eða öðlast utan frá, því hlutdeild þín í gleðinni er ótvíræð. Þú ert félagsvera og samneyti þitt við aðra á þátt...
Kærleikurinn krefst enskis. Hleyptu kærleikanum að hjarta þínu á hverjum degi. Kenndu samferðafólki þínu að sýna og tjá kærleikann. Hann er ljósið sem steymir frá Guði, inn í hjörtu ykkar og þaðan út um hjörtu ykkar til allra sem þið umgangist. Ljósið smýgur í gegnum allt ef því er hleypt í gegn og tekið er...
Frelsið og friðurinn byrjar í huganum. Þegar þú hefur lært vel á huga þinn og tilfinningar hættirðu að bregðast við aðstæðum á óviðeigandi máta. Hver einasta hugsun hefur áhrif á hvernig þér líður og líðan þín hefur áhrif á hvernig þú hegðar þér. Það má líta á heila þinn sem móttökustöð fyrir allar þær hugasanir...
Minningar gærdagsins ylja þér um hjartarætur og von um góðan morgundag fyllir þig tilhlökkun. En dagurinn í dag er það sem þú hefur, því skaltu gera það besta úr honum. Gefðu þér tíma til að spjalla við vin, borða góðan mat og sinna áhugamálum. Gleðin sem hversdagslegar athafnir gefa þér eru til þess fallnar að...

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Fyrirlestrar, námskeið, lífstílsráðgjöf, sálgæsla, heilun, dáleiðsla, tarotlestur og fyrirbænir

Hafðu samband