Viska ljóssins

Hér má finna visku sem ég hef fengið til mín í hugleiðslu. Ég hugleiði reglulega og í hugleiðsluástandi sé ég og heyri mjög margt. Fyrir nokkrum árum fór ég að leika mér að því að skrifa niður setningar jafnóðum og ég heyri þær. Textinn kemur algjörlega fullmótaður til mín. Boðskapurinn er alltaf skýr, en hann felur í sér andlega leiðsögn um hvernig við getum lifað hamingjusömu og innihaldsríku lífi.

Fáðu visku ljóssins senda í pósti

Vatn er lífsins elexír. Án vatns er ekkert líf á jörðunni. Notaðu vatn til heilunar á eins fjölbreyttan máta og þú getur hugsað þér. Þegar þú ferð í sturtu eða bað skaltu sjá fyrir þér tilfinningar þínar hreinsast um leið og líkaminn verður hreinni. Gott er að sjá fyrir sér vatnið í einhverjum lit sem...
Upprisan er táknmynd þeirrar vonar sem þér er færð í formi trúar á að það góða sigri hið illa. Þegar þú finnur vonina bærast í brjósti þínu lyftist sál þín upp til móts við Guð. Krafturinn sem þú býrð yfir er svipaður þeim krafti sem Kristur bar í sínu brjósti. Krossfesting hans, þjáning, dauði og...
Kristur kom til jarðar til að minna þig á ljósið sem þú berð innra með þér. Ljósið sem ekkert fær slökkt. Ljósið sem er tengd hinu æðsta ljósi, Guði. Vitneskjan um Krist ætti að vera áminning um þessa tengingu sem öllum mönnum er unnt að hafa. Sýndu þér skiling þegar illa gengur, sýndu hugrekki þegar...
Þú gegnir mörgum hlutverkum sem þú sinnir vel en eitt hlutverk er mikilvægast þeirra allra: Það er að leyfa þínum innsta kjarna að skína í gegn, þar sem þú fellir grímurnar. Önnur hlutverk sem þú hefur tekið að þér hafa kannski hjálpað þér til að komast betur áleiðis á þeirri braut sem þú hefur valið,...
Þú berð með þér tilfinningar frá fyrri reynslu, bæði reynslu sem þú hefur hlotið í þessari jarðvist og eins öðrum jarðvistum. Tilfinningar kenna þér einna mest en þú verður að sleppa taki af þeim tilfinningum sem íþyngja þér á einhver hátt. Líkaminn segir þér hvar tilfinningarnar hafa sest að en til þess að geta skynjað...
Áramót eru tímamót til að velta fyrir sér liðnum atburðum. Atburðum sem leiddu til nýrra leiða til aukins þroska. Um leið og þú vegur og metur stöðu þína í dag með hliðsjón af þeim atburðum sem hafa mótað þig sem mest, geturðu sett þér ný markmið sem hafa það takmark að ýta þér fram af...

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Fyrirlestrar, námskeið, lífstílsráðgjöf, sálgæsla, heilun, dáleiðsla, tarotlestur og fyrirbænir

Hafðu samband