Viska ljóssins

Hér má finna visku sem ég hef fengið til mín í hugleiðslu. Ég hugleiði reglulega og í hugleiðsluástandi sé ég og heyri mjög margt. Fyrir nokkrum árum fór ég að leika mér að því að skrifa niður setningar jafnóðum og ég heyri þær. Textinn kemur algjörlega fullmótaður til mín. Boðskapurinn er alltaf skýr, en hann felur í sér andlega leiðsögn um hvernig við getum lifað hamingjusömu og innihaldsríku lífi.

Fáðu visku ljóssins senda í pósti

Hljóður er hugur, friður í sál. Frelsi manna byrjar í huga hvers manns. Frelsi til að sinna hugsunum sínu, hugmyndum. Frelsi til að vera maður sjálfur með öllum sínum kostum og göllum. Frelsi til að segja, skrifa, tjá sína skoðun, sína túlkun á ástandi hvers tíma. Frelsi til athafna. Frelsi til að trúa. Friður meðal...
Þegar þú gefur af þér kærleika, ást og umhyggju eflist ónæmiskerfi þitt og annarra. Kærleikur er smitandi ef svo má að orði komast, notaðu því hverja stund til að dreifa kærleikanum til sem flestra. Kærleikur sigrar ótta. Kærleikur er ljós, ótti er myrkur. Kærleikur er allt umvefjandi og hefur marfeldisáhrif á þann sem bæði gefur...
Þegar dagur er að kveldi kominn skaltu leiða huga þinn að öllu því sem dagurinn hefur fært þér. Þakklæti yfir gjöfum Guðs hvort sem þær eru bros frá náunga þínum, faðmlag frá ástvini eða leikgleði barns. Gjafir Guðs eru sjaldan efnislegar gjafir og því oft erfitt að koma auga á þær. Vendu þig á að...
Þegar þú finnur fyrir gremju vegna einhvers sem snertir þig skaltu anda djúpt. Fylltu líkama þinn af nýju súrefni og sjáðu fyrir þér andardrátt þinn í einhverjum fallegum lit sem hefur heilandi áhrif á líkama þinn um leið. Litir bera allir með sér ólíka tíðni, orku og heilunarmátt. Athugaðu vel hvaða lit þú heillast af...
Í kyrrð dögunar er gott að ná tengingu við þitt innra ljós. Þegar sólin rís, rís orka þín einnig, Nýttu þessa mjúku upprisu til að vekja þig mildilega, vekja þig til vitundar um ljósið innra með þér. Gefðu þér stund að morgni til að hlúa að þér og þínu ljósi. Sittu hljóð/ur með lokuð augun...
Heiðarleiki, traust og hrein samviska hjálpar til við að þroska sálina. Þroski sálar kemur ekki sjálfkrafa með hækkandi aldri. Þroski sálar kemur með meðvitaðri æfingu huga og líkama til að feta braut ljóssins. Það tekur mislangan tíma fyrir sálir að vakna til vitundar um tilveru ljóssins, tilveru Guðs. Þegar sú vitneskja hefur bært á sér...

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Fyrirlestrar, námskeið, lífstílsráðgjöf, sálgæsla, heilun, dáleiðsla, tarotlestur og fyrirbænir

Hafðu samband