Fáðu visku ljóssins senda í pósti

Til að viðhalda jafnvægi þarftu að huga vel bæði að líkamlegri og andlegri heilsu þinni. Það sem fellur undir líkamlega heilsu er hreyfing við hæfi, hollt mataræði, næg vatnsdrykkja og passlegt magn af bætiefnum. Þú þarft að finna líkamsæfingar sem henta vel þinni getu, áhugamálum og löngun því annars er hætt við að þú gefist...

Kristur boðaði kærleika meðal manna. Gefur þú rými fyrir kærleika á hverjum degi? Hugarðu að því að tengjast hjarta þínu og sína þér sjálfsást og mildi? Deilirðu kærleika með þeim sem á vegi þínum verða? Kærleikur umber allt og elskar allt. Kærelikurinn fellur aldrei úr gildi. Kærleikur er lífið sjálft, án kæreika Guðs er ekkert...

Góð tenging við sálina hefst með hljóðum huga. Þegar þú hefur náð valdi yfir hugsunum þínum, róað þær og sefað, nærðu betri stjórn á líðan þinni. Til að tengjast betur hjartanu þarftu fyrst að róa hugann og sleppa taki af öllum þeim aragrúa hugsana sem gætu verið að trufla þig. Leyfðu þér að vera án...

Skynsemi þín varðveitir vissu um að innra með þér býr sannleikur. Sannleikur sem þú fékkst í vöggugjöf. Sannleikur um tilveru Guðs, kærleika hans og visku. Þegar þú hlustar á þína innri rödd ertu að hlusta á leiðbeiningar frá handanheimum. Leiðbeiningar frá þeim sem bera hag þinn fyrir brjósti, vilja að þér vegnir vel í lífinu...

Að skynja kærlekann er eins og að taka á móti skilyrðislausri elsku og gefa frá sér skilyrðislausa elsku. Til þess að það sé mögulegt þarftu að temja þér hreint hjartalag og fallegan ásetning í lífinu. Ef hjarta þitt er laskað eftir áföll og raunir ber þér að hreinsa hjartað og fægja svo það geti aftur...

Sjáðu fyrir þér stórt og mikið tré. Virtu tréð vel fyrir þér. Skoðaðu börk trésins, greinar þess og krónuna. Kannski geturðu séð fyrir þér hvernig rætur trésins liggja djúpt ofan í jörðinni. Tréð getur verið táknmynd þess að tengja saman himinn og jörð. Nú skaltu ímynda þér að þú sért þetta stóra og mikilfenglega tré....