Viska ljóssins

Hér má finna visku sem ég hef fengið til mín í hugleiðslu. Ég hugleiði reglulega og fyrir nokkrum árum fór ég að leika mér að því að skrifa niður setningar sem koma til mín. Boðskapurinn er alltaf skýr, en hann felur í sér andlega leiðsögn um hvernig við getum lifað hamingjusömu og innihaldsríku lífi.

Fáðu visku ljóssins senda í pósti

Um áramót er gott að líta um öxl og fara yfir áskoranir og sigra líðandi árs. Allar áskoranir sem þú stóðst frammi fyrir voru til að þroska þig og styrkja. Hvernig þú kaust að takast á við þær var algerlega undir þér sjálfri/sjálfum komið þar sem þú hefur ávallt frjálsan vilja. Horfðu á nýtt ár...
Hleyptu ljósi Guðs til þín svo að ljós þitt megi lýsa upp veröldina. Sjáðu fyrir þér fallegu ljósadýrðina streyma til þín frá himnum ofan. Líkt og glitrandi sturtu í hvítum, gylltum og silfruðum tónum. Taktu á móti þessari fegurð og hleyptu ljósi Guðs að þér. Sjáðu fyrir þér ljósið breiðast um líkama þinn frá hvirfli...
Nú ólgar eldur úr iðrum jarðar, stríð geysa og aðrar hörmungar ógna þjóðum heims. Á slíkum tímum skulum við fela bænir okkar og blessun í Guðs hendur. Fela Guði það hlutverk að milda hjörtu þeirra sem standa fyrir stríðum, taka óttann frá þeim sem búa í stríðshrjáðum löndum og þerra tár þeirra sem eiga um...
Þú ert skapari lífs þíns. Þú ert handritshöfundurinn og aðalleikarinn. Njóttu þín á sviðinu, þú ert í sviðsljósinu. Í lífinu ber þér að nota allt leiksviðið, alla búningana og alla leikmunina. Líkt og á leiksviði eru aðstoðarmenn baksviðs og hvíslari. Í lífinu eru líka aðstoðarmenn sem fylgja þér hvert skref og undirbúa næstu skref sem...
Okkur er öllum gefinn frjáls vilji til að ákveða hvernig við viljum lifa lífi okkar. Hverja einustu stund hefurðu val um hvernig þú vilt bregðast við hugsunum þínum, hvernig þú sýnir tilfinningar þínar, hvaða drauma þú vilt elta, hvaða markmiðum þú vilt einsetja þér að ná, hvernig þú vilt verja tíma þínum. Sjáðu fyrir þér...
Nú grúfir myrkrið yfir öllu og minnir okkur óneitanlega á hversu mikilvægt er að leyfa því ekki að ná yfirhöndinni. Til að létta lundina kveikjum við á kertum, kúrum okkur undir teppum og hlúum vel að okkur. Hafðu það að takmarki þínu að umvefja fólkið þitt hlýju og ljósi, líkt og teppið og kertið gerir....

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Fyrirlestrar, námskeið, lífstílsráðgjöf, sálgæsla, heilun, dáleiðsla, tarotlestur og fyrirbænir

Hafðu samband