Viska ljóssins

Hér má finna visku sem ég hef fengið til mín í hugleiðslu. Ég hugleiði reglulega og í hugleiðsluástandi sé ég og heyri mjög margt. Fyrir nokkrum árum fór ég að leika mér að því að skrifa niður setningar jafnóðum og ég heyri þær. Textinn kemur algjörlega fullmótaður til mín. Boðskapurinn er alltaf skýr, en hann felur í sér andlega leiðsögn um hvernig við getum lifað hamingjusömu og innihaldsríku lífi.

Fáðu visku ljóssins senda í pósti

Frelsi og friður byrjar í huganum. Til að öðlast jafnvægi, sátt og samkennd með öðrum þarftu að temja þér friðsælan huga og hlýtt hjartalag. Mörgum reynist erfitt að temja huga sinn og bregðast því oftar en ekki of fljótt við hugsunum sínum. Æfðu þig í að horfa á hugsanir þínar úr fjarlægð, gefðu þér andartak...
Mönnum var gefinn frjáls vilji til að geta átt samtal við sjálfa sig dag hvern um öll málefni sem manninn varðar. Þetta er samtal sem leiðir til vals milli ljóss og myrkurs. Hverja einustu mínútu hefurðu val um hvernig þú ætlar að bregðast við hugsunum þínum, áreiti, verkefnum, mótlæti og öllu því sem lífið færir...
Samband tveggja einstaklinga sem blessað er af Guði í hjónabandi er einn mikilvægasti samningur sem þú gerir. Með hjónabandi ertu að lýsa yfir vilja þínum til að elska aðra manneskju í blíðu og stríðu, allt til dauðadags. Með slíkum sáttmála innsiglar þú ást þína til annarrar manneskju frammi fyrir Guði og slíkan sáttmála má ekki...
Þegar leikið er með flugdreka er best að velja veður þegar vindar blása. Flugdrekinn dansar skemmtilega um himininn, fer upp og niður og í hringsnúninga. Sá sem heldur í tauminn á fullt í fangi með að stýra ferðinni. Stundum gengur erfiðlega að fá drekann á flug og stundum steypist hann hressilega á jörðina aftur. Þessu...
Nú er sól hæst á lofti og sumarsæla í sálum okkar. Þá er ekki úr vegi að hugsa um hvenær sólin er hæst á lofti í þinni sál. Hvenær líður þér best? Með hverjum ertu og hvað ertu að gera? „Sól úti, sól inni, sól í sálu minni“ segir í ljóðinu fallega og er það...
Í uppghafi skal endinn skoða. Þegar haldið er í ævintýraferð seturðu upp ferðaáætlun. Þú ákveður helstu áfangastaði út frá áhuga þínum um hvað þú vilt sjá og skoða. Eins er þessu farið með lífið. Þú þarft að gera áætlun um helstu atburði lífs þíns. Hvaða menntun viltu öðlast, til hvaða landa viltu ferðast, hvernig fjölskyldu...

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Fyrirlestrar, námskeið, lífstílsráðgjöf, sálgæsla, heilun, dáleiðsla, tarotlestur og fyrirbænir

Hafðu samband