Viska ljóssins

Hér má finna visku sem ég hef fengið til mín í hugleiðslu. Ég hugleiði reglulega og í hugleiðsluástandi sé ég og heyri mjög margt. Fyrir nokkrum árum fór ég að leika mér að því að skrifa niður setningar jafnóðum og ég heyri þær. Textinn kemur algjörlega fullmótaður til mín. Boðskapurinn er alltaf skýr, en hann felur í sér andlega leiðsögn um hvernig við getum lifað hamingjusömu og innihaldsríku lífi.

Fáðu visku ljóssins senda í pósti

Skortur á frelsi jafngildir skerðingu á lífsgæðum. Frelsi er undirstaða frjálsar hugsunar. Þegar frelsi er tekið frá borgurunum erum við komin í þá fjötra sem minnkar getu okkar til að þroskast og vaxa. Frjáls vilji til athafna, hugsunar og tjaningar er grunnur að þeirri heimsmynd sem æskileg er til að við getum blómstrað á þann...
Krafturinn sem býr innra með þér lýsir þeim viljastyrk sem sál þín býr yfir. Leyfðu þessum krafti að fara í þann farveg sem nýtist mannkyninu sem best. Finndu hvar straumur þinn liggur, hvar þú getur kveikt sem flest ljós með þínu ljósi. Þessu mætti líkja við raforkuver. Þú býrð yfir orkunni og ljósið sem stafar...
Stefnuleysi, óreiða, spenna og ótti einkenna samfélag okkar nú á dögum. Meginástæða þessa er ónæg tenging við innra sjálf og þar með Guð. Guðsorkan sem býr innra með þér einkennist af kærleika, samkennd og væntumþykju gagnvart sjálfum þér og öðrum. Þegar þú sýnir öðrum vanvirðingu hvort sem það er með orðum eða gjörðum ertu um...
Í dag er mæðradagurinn. Sameiginleg móðir okkar allra Móðir jörð ber án alls vafa heiðurinn af þessum degi. Móðirin sem hefur alið okkur, hlúð að okkur, fætt okkur og nært frá örófi alda. Móðirin sem elskar okkur öll án skilyrða, fyrirgefur og umber öll okkar mistök. Þegar við misstígum okkur hjálpar hún okkur á fætur,...
Vatn er lífsins elexír. Án vatns er ekkert líf á jörðunni. Notaðu vatn til heilunar á eins fjölbreyttan máta og þú getur hugsað þér. Þegar þú ferð í sturtu eða bað skaltu sjá fyrir þér tilfinningar þínar hreinsast um leið og líkaminn verður hreinni. Gott er að sjá fyrir sér vatnið í einhverjum lit sem...
Upprisan er táknmynd þeirrar vonar sem þér er færð í formi trúar á að það góða sigri hið illa. Þegar þú finnur vonina bærast í brjósti þínu lyftist sál þín upp til móts við Guð. Krafturinn sem þú býrð yfir er svipaður þeim krafti sem Kristur bar í sínu brjósti. Krossfesting hans, þjáning, dauði og...

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Fyrirlestrar, námskeið, lífstílsráðgjöf, sálgæsla, heilun, dáleiðsla, tarotlestur og fyrirbænir

Hafðu samband