Gakktu á Guðs vegum

Andaðu nokkrum sinnum djúpt og slepptu taki af öllu því sem er að íþyngja þér. Slakaðu á líkama þínum og hleyptu guðsorkunni betur að þér. Í hverjum andardrætti nærðu að tengjast betur ljósinu sem innra með þér er og styrkja tengsl þess við hið skærasta ljós, Guð. Finndu vernd og elsku Guðs umlykja þig og vernda. Finndu kærleikann streyma um allar frumur líkama þíns. Sjáðu fyrir þér innra ljós þitt magnast og geisla út frá líkama þínum. Leyfðu ljósinu að flæða óhindrað um þig og frá þér í allan dag. Gakktu á Guðs vegum og snertu hjörtu samborgara þinna með einstakri útgeislunni þinni.