Hrafnhildur Sigurðardóttir

Allt mitt líf hefur ég miðlað og gefið af mér til þess að hjálpa öðrum að öðlast betra líf, bæði andlega og líkamlega

Haustið 2018 opnaði ég síðu á Facebook og Instagram undir nafninu Viska ljóssins. Með þeirri ákvörðun steig ég stórt skref í að viðurkenna bæði fyrir sjálfri mér og öðrum hve andlegi þátturinn í lífinu er mikilvægur til þess að ná að vera sannur og heill. Í kjölfar þessarar ákvörðunar fékk ég hugmynd um að halda utan um það sem ég hef fram að færa undir heimasíðunni jafnvaegi.is

Ég er alin upp í Garðabænum og gekk í skóla þar. Frá fimmtán ára aldri stundaði ég nám í Söngskóla Reykjavíkur en ég lærði á fiðlu og píanó sem barn, söng í Skólakór Garðabæjar og dansaði djassballett þess á milli. 

Ég lauk 8. stigi í ljóða- og óperusöng í kjöfar stúdentsprófs frá Fjölbrautarskóla Garðabæjar. Þaðan lá leiðin í Kennaraháskólann en eftir útskrift kenndi ég samtals í fjögur ár í Flataskóla í Garðabæ.

Aðalstarf mitt frá árinu 1997 hefur verið að ala upp börnin mín fimm og sinna ýmis konar kennslu, ritstörfum og fyrirlestrum.

Ég hef verið sjálfstætt starfandi síðan 2004. Í 10 ár bauð ég upp á tónlistarnámskeiðið „Með á nótunum“ þar sem ég kenndi börnum frá 6 mánaða upp í fimm ára á ásláttarhljóðfæri og einfalda hreyfisöngva. 

Samhliða tónlistarnámskeiðunum bauð ég upp á pílates- og jóganámskeið. Fyrstu námskeiðin voru haldin heima hjá mér en árið 2009 opnaði ég heilsuræktarstöðina Jafnvægi sem ég rak í fimm ár í Garðabænum. 

Árið 2013 stofnaði ég Hugarfrelsi ásamt vinkonu minni. Hugarfrelsi býður upp á fyrirlestra og námskeið fyrir börn, unglinga, ungt fólk, foreldra og fagfólk þar sem áhersla er lögð á einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmyndina og ná fram því besta í fari hvers og eins með áherslu á öndun, jóga, slökun, hugleiðslu og sjálfsstyrkingu. 


Ég hef alla tíð verið mjög fróðleiksfús og sótt alls kyns nám og námskeið í þeim tilgangi að víkka sjóndeildarhringinn og læra meira. Ég hef haft mikla þörf fyrir að kenna það sem ég hef lært og eru námskeiðin og bækurnar sem ég hef samið afrakstur þess. 

Nám:

2023 – Framhaldsnámskeið í Tarot hjá Tinnu Thorlacius

2022 – Framhaldsmarkþjálfi (PCC) frá Evolvia

2022 – Tarotnámskeið hjá Tinnu Thorlacius

2021 – Markþjálfi (ACC) frá Evolvia

2020 – Diplóma í Sálgæslu frá Endurmenntun háskóla Íslands

2020 – Dáleiðslunám hjá Vigdísi Steinþórsdóttur 

2019 – Englanámskeið og Draumanámskeið hjá Heilunarskóla Sigrúnar 

2019 – Heilunarnám hjá Kristjáni Hlíðar

2018 – Reiki 1 og 2 hjá Heilunarskóla Sigrúnar

2017 – Jóganám (Kundalini Yoga) á Sri Lanka

2016 – Nám í Yagerískri dáleiðslumeðferð hjá Dulvitund

2015 – Hugleiðslunám í Oxford

2015 – Djúpslökunarkennari (Yoga Nidra) frá Amrit Yoga Institute

2014 – Hugleiðslunám á Indlandi

2011-2013 – Nám við Heilsumeistaraskóla Íslands

2009 – Jógakennari (Hatha Yoga) frá Guðjóni Bergmann (vottun Yoga Alliance)

2005 – Pílateskennari (STOTT PILATES, IMP) frá Merrithew Corporatio

1999-2005 – Ýmis námskeið tengd kennslu ungra barna

1999 – Grunnskólakennari (B.Ed.) frá Kennara háskóla Íslands

1995 – 8. stig í ljóða- og óperusöng frá Söngskólanum í Reykjavík


Bækur:

2022 – Vellíðan barna – handbók fyrir foreldra

2019 – Veldu

2017 – Siggi og Sigrún hugleiða

2016 – Siggi og Sigrún slaka á

2016 – Hugarfrelsi – kennsluleiðbeiningar

2015 – Hugarfrelsi – aðferðir til að efla börn og unglinga

2010 – Með á nótunum 2

2007 – Stafirnir

2006 – Með á nótunumHafðu samband