Einstaklingur í góðu andlegu og líkamlegu jafnvægi hefur jákvæð áhrif á alla sem umgangast hann.
Til að öðlast jafnvægi í lífinu þarf að huga vel að helstu þáttum lífsins svo sem tengslum við annað fólk, vinnu, hreysti, heilsu og tilfinningalegri líðan. Vinna og fjölskyldulíf tekur sinn tíma en það er líka nauðsynlegt að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig. Flestir rækta líkamann í frítíma sínum en færri huga markvisst að andlegri rækt.
Hér má finna visku sem ég hef fengið til mín í hugleiðslu. Ég hugleiði reglulega og fyrir nokkrum árum fór ég að leika mér að því að skrifa niður setningar sem koma til mín. Boðskapurinn er alltaf skýr, en hann felur í sér andlega leiðsögn um hvernig við getum lifað hamingjusömu og innihaldsríku lífi.
Fyrirlestrar, námskeið, lífstílsráðgjöf, sálgæsla, markþjálfun, heilun, dáleiðsla og fyrirbænir
© Hrafnhildur Sigurðardóttir