Vertu ljósberi Guðs

Hleyptu ljósi Guðs til þín svo að ljós þitt megi lýsa upp veröldina. Sjáðu fyrir þér fallegu ljósadýrðina streyma til þín frá himnum ofan. Líkt og glitrandi sturtu í hvítum, gylltum og silfruðum tónum. Taktu á móti þessari fegurð og hleyptu ljósi Guðs að þér. Sjáðu fyrir þér ljósið breiðast um líkama þinn frá hvirfli niður í tær. Í hverjum andardrætti sérðu ljósið fylla enn betur út í líkama þinn, sérstakalega um hjartasvæðið og út í handleggi og höfuð. Hafðu það að markmiði þínu í dag að leyfa ljósi þínu að verma hjörtu þeirra sem þú mætir. Sýndu elsku þína með fallegu augnaráði, brosi og umvefjandi hlýju faðmlagi þínu. Mundu að orð þín hafa mátt til að lyfta upp og hvetja. Leyfðu Guði að vinna í gegnum þig í dag og sjáðu fyrir þér ljósið magnast um leið og það breiðist út meðal manna. Vertu ljósberi Guðs og hafðu Jesú Krist sem leiðtoga lífs þíns. Gleðilega hátið ljóss og friðar.