Um áramót er gott að líta um öxl og fara yfir áskoranir og sigra líðandi árs. Allar áskoranir sem þú stóðst frammi fyrir voru til að þroska þig og styrkja. Hvernig þú kaust að takast á við þær var algerlega undir þér sjálfri/sjálfum komið þar sem þú hefur ávallt frjálsan vilja. Horfðu á nýtt ár full/ur tilhlökkunar um nýjar þrrautir sem þú hefur nú styrk og hugrekki til að yfirstíga. Settu þér skýr og raunhæf markmið sem ýta undir vöxt þinn og visku. Vertu kyndilberi vonar, trúar og kærleika með ljós Guðs í brjósti. Trúðu þvi og treystu að þú njótir verndar og leiðsagnar í því sem þú tekur þér fyrir hendur.
Um leið og ég þakka ykkur öllum fyrir að fylgja, lesa og tileinka ykkur Visku ljóssins bið ég þess heitt að hvert og eitt okkar geti látið ljós sitt skína skærar en nokkru sinni fyrr. Guð veri með ykkur og gleðilegt nýtt ár.