Bænir hafa mátt

Nú ólgar eldur úr iðrum jarðar, stríð geysa og aðrar hörmungar ógna þjóðum heims. Á slíkum tímum skulum við fela bænir okkar og blessun í Guðs hendur. Fela Guði það hlutverk að milda hjörtu þeirra sem standa fyrir stríðum, taka óttann frá þeim sem búa í stríðshrjáðum löndum og þerra tár þeirra sem eiga um sárt að binda. Óvissa um framtíðina er mikil en aldrei má taka burt von fólks um betri tíð.

Ef allir leggja sig fram um að sjá fyrir sér bestu mögulegu útkomu, sjá fyrir sér frið og ró, bæði í mannheimum og náttúrunni geta kraftaverk átt sér stað. Bænir þínar hafa mátt. Gefðu þér stund til að biðja fyrir betri heimi, biðja fyrir friði á jörðu og biðja fyrir að þær náttúruhamfarir sem nú eiga sér stað á Íslandi gangi fljótt yfir. Biðjum þess að enginn hljóti skaða af, hvorki dýr né menn. Biðjum þess að sú spenna sem ríkir milli manna og flekaskila megi losna úr læðingi svo úr verði friðsælir tímar án átaka.

Friður á jörðu byrjar í hjarta hvers manns. Felldu Guði líf þitt í hendur og allt mun blessast.