Tákna hugsanir, framvindu, frelsi og þörf fyrir endurnýjun.

Tær og lygn á eða lækur = gott flæði í lífinu, vellíðan, hamingja.

Flúðir = Margar hugsanir sem trufla flæðið. 

Fljót = Landamæri milli heimanna (lífs og dauða). 

Velgengni og gæfa. Andlegur þroski, jákvæðni. 

Táknar líf og nýtt upphaf, góð uppskera.

Líf, hugmyndir, sál og hið andlega.

Getur líka táknað tómleika og hið forgengilega. Þrúgað andrúmsloft getur verið vísbending um svipað ástand í vöku, leitaðu eftir öðrum táknum draumsins/hugleiðslunnar sem gætu gefið þér vísbendingar um heppilega leið út úr aðstæðunum.

Vor = Bjartsýni, nýjar hugmyndir, bæði veraldleg og andleg uppskera.

Sumar = Velgengni, alheimsvitund, gáfur og réttlæti.

Haust = að horfast í augu við breytingar, tákn um stöðnun í þroska.

Vetur = Tímabil hvíldar og endurnæringar. 

Umbreyting, von og nýtt líf (sbr. fuglinn Fönix hreinsaðist í eldi og reis nýr upp úr öskunni).

Getur táknað iðrun, hverfulleika og sorg, misskilning, vandræði og mótlæti.

Andleg eða veraldleg uppskera, skoða tegund ávaxta.

Tákna sálina og fegurð sköpunarverksins (skoða liti, lögun, lykt).

Falleg blóm = ánægja og gróði.

Visnuð blóm = vonbrigði og sorg.

Tegund og litir blóma hafa mismunandi merkingu, sjá ítralegri umfjöllun um blóm undir flokknum Blóm hér á síðunni.

Táknar þá erfiðleika sem framundan eru.

Deilur.

Ef rýkur úr eldfjallinu = óleystar deilur.

Ef eldgos verður = deilur sem hreinsa andrúmsloftið.

Hugmynd sem þarf að framkvæma strax.

Hreinsun, lífskraftur, frjósemi, ljós og sól. Hann er vörn gegn hinu illa. Í kristinni táknfræði stendur hann fyrir heilagan anda en getur líka táknað logandi helvíti.

Hamingja, hæfni til að treysta á sjálfan sig. 

Tilfinningakuldi, einsemd.

Einmanaleiki, einsemd sálarinnar, að vera einn.

Táknar verkefni, erfiðleika og hindranir sem eru framundan en hægt er að yfirstíga.

Mikill bratti = leiðin getur verið erfið og torfær.

Fjallganga = Leið til andlegs þroska.

Gott ef þú nærð toppnum en ef þú fellur niður eða hrasar eru hindranir á vegi þínum. 

Sterkar íþyngjandi tilfinningar, óreiða.

Hreinsun, lífsþróttur og endurnýjun.

Upphaf, fæðing, frjósemi og þróun. Framtíðaráætlanir bera ríkulegan ávöxt.

Heftar tilfinningar, óskýrar hugsanir.

Von, innri líðan, sálarlíf.

Leið að markmiðum.

Auðveldur yfirferðar = létt að ná markmiðum.

Torfær með steinum og greinum = erfiðleikar á leiðinni sem þarf að yfirstíga.

Kulnuð ástríða, fölnuð fegurð.

Táknar undirdjúp sálarinnar, endurnýjun og sköpun, uppsprettu lífsins. Stendur fyrir hið kvenlega og það óþekkta. Getur táknað lífið sjálft sem mennirnir sigla um á lífsleiðinni. 

Líðan sálarinnar ræðst af því hvort sjórinn sé kyrr eða úfinn.

Sléttur sjór = Gæfa og gleði.

Úfinn sjór = erfiðleikar.

Táknar hjarta mannsins, þar sem sálin og egóið mætast. Getur táknað inngöngu í nýja veröld; úr hellinum er farið úr myrkri yfir í ljós. 

Tengist hugmyndum okkar um himnaríki, frelsi, óendanleika og ótakmarkaða möguleika. Táknar einnig hugarástand (taka eftir skýjafari).

Austur = átt til Guðs, sólin kemur upp í austri og rekur burt myrkrið.

Vestur = táknar kvöld, nóttina og dauðann búa í vestrinu, þaðan koma ýmis ill öfl, táknar heimsendi (hið veraldlega kvöld), Kirkjuturnar standa ofast í vestri gegna m.a. hlutverki varðturnar. 

Norður = Tákn myrkurs, nætur, dauða, hefur neikvæða merkingu

Suður = Táknar hið góða, ljósið, upphaf

Réttsælis hringur er tákn mannsævinnar, hringur sólarinnar

Rangsælis hringur táknar að snúa sér frá Guði að hinu illa.

Táknar kulda, ófrjósemi, harðneskju, einangrun, innilokun og breyskleika, frosnar tilfinningar.

Móðir jörð, jarðarorka, jarðtenging. Táknar kvenlega eiginleika (Yin), frjósemi og endurfæðingu lífs.

Jörðin er tákn fyrir efnið, á meðan himinn er tákn fyrir andann.

Andlegur vöxtur, gróska og velgengni. 

Getur staðið fyrir verkefni sem framundan eru eða mótlæti sem þarf að yfirstíga.

Einnig getur klettur staðið fyrir mann sjálfan en þá er oftast farið inn í klettinn. 

Segir til um orku (taka eftir lit, lögun og hvort hann sé stór eða lítill).

Tákn fyrir sköpun, hins forgengilega, að koma hugsunum sínum í verk. 

Andleg hreinsun, uppspretta lífs; á sama hátt og vatnið nærir jörðina og gerir hana frjósama veitir frelsarinn mönnum eilíft líf og frelsun frá dauðanum.

Guðdómurinn. Guðleg orka, tenging við Almættið. Karllægir eiginleikar (Yang). Táknar Jesús, ljós heimsins. Andleg verðmæti. Andleg þekking.

Jarðtenging, frjósemi og uppskera. 

Táknar gæfu eða peninga. 

Táknar ill öfl, dauðann, glötun. Að koma úr mykri í ljós = fara úr vanþekkingu yfir í þekkingu.

Tákna leið í annan heimi, dulúð og töfra.

Tákna tilfinningar, hugsanir, vilja og langanir.

Mikill öldugangur = tilfinnigalegur órói, umrót hugans eða sterkar langanir.

Lyngt haf = jafnvægi í tilfinningalífi.

Sjávarbylgjur = hreyfing, dugnaður, breyting og þroski.

Öldur minna mann á að treysta innsæi til að láta drauma sína rætast.

Tákn jarðtengingu.

Sverar rætur = mikil tenging.

Þunnar rætur = lítil jarðtenging.

Tákn blessunar. Barnsleg orka, gleði og endurnæring. 

Að leita skjóls frá regni = þú vilt ekki gangast við barnslegum eiginleikum þínum.

Rigning úr svörtum skýjum = kvíði vegna skuldbindinga

Heilagt tákn, friðartákn, sáttmáli milli Guðs og manna, sameining yin og yang

Minningar (hægt að losa sig við sárar minningar í sandinn).

Tákna vörn (harðar að utan en mjúkar að innan)

Metnaður, langanir og ókannaðar slóðir.

Ský tákna hugsanir þínar.

Létt skýjað = innri ró, ástand mun batna. 

Þungskýjað = íþyngjandi hugsanir, andleg þreyta, depurð, sorg.

Rólegheit, lítið um áskoranir. 

Hreinleiki, hvíldartími, tímabil aðgerðaleysis.

Ódauðleiki, upprisa, guðleg orka, karlorka, bjartsýni, blessun og von. Tákn Krists.

Sólarupprás táknar fæðingu og upprisu Jesús og endurkomu frelsarans.

Sólsetur táknar dauðann, umbreytingu.

Bjartsýni, blessun og von.

Hindranir, áhyggjur (fara yfir eða fjarlægja).

Litríkir steinar gefa orku og standa fyrir ákveðna eiginleika (Best að fletta þeim sérstaklega upp).

Hamingja, sigur, tækifæri, upprisa og endurnýjun.

Betri tímar framundan.

Tákn fyrir gæfu og gengi. Mikil breyting í lífinu, umbreytandi atburður sem þarf að undirbúa vel. Þú nærð því sem þér er ætlað að ná. 

Vonbrigði, óhamingja. Ef sól skín í gegnum bylinn muntu sigrast á krefjandi aðstæðum.

Táknar manninn sjálfan og sjálfsmyndina. Tengir saman himinn og jörð. Stórt með miklum rótum = gott sjálfsstraust. Hrísla með mjóum greinum = lágt sjálfsmat.

Jólatré = lífsins tré, endurfæðing

Ávaxtatré = árangursríkt líf

Akasíu tré

Táknar endurnýjun, æðruleysi og hreinleika. Sumir sagnfræðingar telja að tré lífsins og hinn brennandi runni í Biblíunni hafi verið Akasíutré.

Askur

Tákn um upprisu tengdri heilun, styrk og réttlæti, sköpunargleði og tilfinninganæmni. Askur er heilagur í norrænni goðafræði samanber Askur yggdrasils.

Banyan tré

Banyan-tréð táknar hinn guðlega skapara og langlífi. Banyan tré er nefnt í mörgum fornum indverskum textum og ritningum og í goðafræði hindúa er talið að Banyan tré skili óskum og efnislegum ávinningi.

Birki

Táknar fegurð, þokka og hvernig hringrás náttúrunnar birist aftur og aftur í lífinu. 

Eik

Táknar sterkar tilfinningar fyrir að vera undir mikilli vernd, jafnvel eldri fjölskyldumeðlima. Einnig hvatning til að koma á festu í lífinu. 

Grentré

Langlífi, hátíðahöld og gleði, að vera jákvæður og meðvitaður um heilsu sína. 

Hlynur

Táknar yndisleik og að vera meting að verðleikum og gleði sem sprettur af erfiðri lífsreynslu.

Reynir

Boðar vernd gegn slæmum áhrifum, tímabil framundan þar sem maður þarf að semja reglurnar jafnóðum.

Sedrusviður

Tákn Krists, táknar guðdómlega fegurð og tign. Heilagt tré í kristni.

Sýprus

Táknar eilífa sorg, eitt algengasta tré í kirkjugörðum í Evrópu og hjá múslimum.

Kvenorka, hlutlaus þiggjandi sólarljóssins.

Mánasigð er kennitákn Maríu meyjar (endurspeglar ljós Guðs í mynd Krists).

Táknar að hlutirnir fari að lagast. Táknar líka heiður, frægð, völd og virðingu.

Getur táknað svik, þunglyndi og að heildarmyndin sé ekki skýr.

Táknar líf (án vatns visnar allt og deyr). Vatn er undirstaða lífsins. Það táknar líka tilfinningar, næmni og sálræna þætti. Einnig hreinsun, frjósemi, fæðingu, endurfæðingu, hið ómeðvitaða, flæði og upphaf.

Með vindinn í fangið = markmið nást með ákveðni og kjarki.

Vindur sem feykir um koll = endurskoða forgangsröðun.

Varkárni, óöryggi, hik og ótti koma í veg fyrir að þú njótir þín.

Tortryggni og efasemdir