Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga

Bókin Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga er handbók fyrir uppalendur til að hjálpa börnum og unglingum að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Bókina sömdum við Unnur Arna Jónsdóttir vinkona mín og meðeigandi Hugarfrelsis. Í bókinni er lögð áhersla á góða og djúpa öndun, slökun, hugleiðslu og sjálfsstyrkingu en allt eru […]

Hugarfrelsi – kennsluleiðbeiningar

Bókin Hugarfrelsi – kennsluleiðbeiningar var fyrsta bókin sem við Unnur Arna Jónsdóttir vinkona mín sömdum saman. Bókin er ætluð til að vinna með nemendum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Við gáfum fyrstu prentun út sjálfar árið 2014 en endurútgáfan kom út hjá NB-forlagi árið 2016. Í bókinni er farið yfir einfaldar aðferðir í sjálfsstyrkingu, öndun, […]

Siggi og Sigrún slaka á

Hugmyndin að bókinni Siggi og Sigrún slaka á kom til mín í hugleiðslu haustið 2015. Þá sá ég fyrir mér strák slaka á í ólíkum aðstæðum og mér datt strax í hug að þetta gæti verið Siggi sem væri að slaka á en pabbi minn heitir Sigurður og er kallaður Siggi. Þegar ég nefndi hugmyndina […]

Siggi og Sigrún hugleiða

Fljótlega eftir að hugmyndin af sögunni af Sigga og Sigrúnu slaka á kom til mín sömdum við Unnur Arna Jónsdóttir hjá Hugarfrelsi aðra bók þar sem Siggi og Sigrún hugleiðla. Bókin var hún gefin út af NB-forlagi árið 2017. Siggi og Sigrún hugleiða er ætluð leikskólabörnum en með hjálp Sigga og Sigrúnar geta börn lært […]

Veldu

Í bókinni Veldu eftir okkur Unni Örnu Jónsdóttur hjá Hugarfrelsi er að finna einfaldar leiðir til að hjálpa þér að velja rétt á hverjum degi í alls konar aðstæðum. Efni bókarinnar getur hjálpað þér að átta þig á því hver þú ert og fyrir hvað þú stendur, hvar styrkleikar þínir liggja og hvað þú vilt almennt […]

Stafirnir

Árið 2007 kom út bókin Stafirnir eftir mig. Í þeirri bók geri ég stafakennslu að skemmtilegum leik í gegnum hreyfingar. Bókin er myndskreytt af Guðrúnu Garðarsdóttur. Bókin Stafirnir er uppseld en hægt er að nálgast hana á bókasöfnum.

Með á nótunum 2

Þar sem fyrsta Með á nótunum bókin varð svo vinsæl ákvað ég að gera framhald af þeirri bók með enn fleiri hreyfisöngvum og þulu. Sigríður Ásdís Jónsdóttir mágkona mín myndskreytti bókina og þeim fylgja útskýringar á hreyfingum þar sem ég studdist við tjáningarformið „Tákn með tali“. Aftast í bókinni eru nótur sem mamma mín, Sigrún […]

Með á nótunum

Árið 2006 gaf bókaforlagið JPV út fyrstu bókina eftir mig. Bókin er með 45 hreyfisöngvum og þulum. Hún heitir Með á nótunum og varð mjög vinsæl og því löngu orðin uppseld en hægt er að nálgast hana á bókasöfnum landsins. Sigríður Ásdís Jónsdóttir mágkona mín myndskreytti bókina og þeim fylgja útskýringar á hreyfingum þar sem […]