Árið 2006 gaf bókaforlagið JPV út fyrstu bókina eftir mig. Bókin er með 45 hreyfisöngvum og þulum. Hún heitir Með á nótunum og varð mjög vinsæl og því löngu orðin uppseld en hægt er að nálgast hana á bókasöfnum landsins.

Sigríður Ásdís Jónsdóttir mágkona mín myndskreytti bókina og þeim fylgja útskýringar á hreyfingum þar sem ég studdist við tjáningarformið „Tákn með tali“. Aftast í bókinni eru nótur sem ég og mamma mín, Sigrún Andrésdóttir skrifuðum að öllum lögunum ásamt einföldum gítar- og píanóhljómum.