Þar sem fyrsta Með á nótunum bókin varð svo vinsæl ákvað ég að gera framhald af þeirri bók með enn fleiri hreyfisöngvum og þulu.

Sigríður Ásdís Jónsdóttir mágkona mín myndskreytti bókina og þeim fylgja útskýringar á hreyfingum þar sem ég studdist við tjáningarformið „Tákn með tali“. Aftast í bókinni eru nótur sem mamma mín, Sigrún Andrésdóttir skrifaði að öllum lögunum ásamt einföldum gítar- og píanóhljómum.

Með á nótunum 2 kom út 2010 og var gefin út af JPV