Bókin Hugarfrelsi – kennsluleiðbeiningar var fyrsta bókin sem við Unnur Arna Jónsdóttir vinkona mín sömdum saman. Bókin er ætluð til að vinna með nemendum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Við gáfum fyrstu prentun út sjálfar árið 2014 en endurútgáfan kom út hjá NB-forlagi árið 2016.

Í bókinni er farið yfir einfaldar aðferðir í sjálfsstyrkingu, öndun, jóga, slökun og hugleiðslu en aðferðirnar miða allar að því að efla einbeitingu barna og ungmenna, bæta sjálfsmynd, auka félagslega færni og draga úr kvíða. Með kennsluleiðbeiningunum fá kennarar fleiri tól og tæki í hendurnar til að hjálpa börnum og ungmennum að takast á við öll þau krefjandi verkefni sem upp koma.