Fáðu visku ljóssins senda í pósti
Síðasta kvöldmáltíðin er í hugum margra átakanleg stund í félagslegu samhengi. Það kvöld vissi Jesú að einn vina sinna myndi svíkja sig, hann vissi hver það var en lét framhaldið í hendur Guðs. Í lífinu fáum við oft krefjandi verkefni sem við viljum svo gjarnan leysa sjálf en finnum að það er ekki í okkar...
Andaðu nokkrum sinnum djúpt og slepptu taki af öllu því sem er að íþyngja þér. Slakaðu á líkama þínum og hleyptu guðsorkunni betur að þér. Í hverjum andardrætti nærðu að tengjast betur ljósinu sem innra með þér er og styrkja tengsl þess við hið skærasta ljós, Guð. Finndu vernd og elsku Guðs umlykja þig og...
Friður í hjarta, friður í sinni. Fagnaðu hverjum degi eins og hann verði þinn síðasti. Gerðu eitthvað á hverjum degi sem gleður þig og aðra. Finndu hjarta þitt slá örar um leið og bros færist um andlit þitt. Komdu auga á fegurð og gleði annarra og leyfðu öðrum að smita þig af lífsgleði og kátínu....
Hleyptu ljósi Guðs til þín svo að ljós þitt megi lýsa upp veröldina. Sjáðu fyrir þér fallegu ljósadýrðina streyma til þín frá himnum ofan. Líkt og glitrandi sturtu í hvítum, gylltum og silfruðum tónum. Taktu á móti þessari fegurð og hleyptu ljósi Guðs að þér. Sjáðu fyrir þér ljósið breiðast um líkama þinn frá hvirfli...
Nú ólgar eldur úr iðrum jarðar, stríð geysa og aðrar hörmungar ógna þjóðum heims. Á slíkum tímum skulum við fela bænir okkar og blessun í Guðs hendur. Fela Guði það hlutverk að milda hjörtu þeirra sem standa fyrir stríðum, taka óttann frá þeim sem búa í stríðshrjáðum löndum og þerra tár þeirra sem eiga um...