Von

Von er það orð sem allir ættu að hafa sem haldreipi, bæði á tímum sem þessum og á öðrum tímum. Von veitir frelsi til að eiga sér drauma og þrár. Von gefur styrk og ljós inn í bjartari framtíð. Von veitir líkn þegar þjáning er yfirþyrmandi. Von veikir ótta. Von opnar hjartað og hleypir inn kærleika. Von veitir yl og hlýju þegar myrkur og kuldi herja á. Von glæðir eld í hjörtum. Von er allt sem þú þarft, ásamt trú og kærleika.