Vitneskjan um ljósið

Kristur kom til jarðar til að minna þig á ljósið sem þú berð innra með þér. Ljósið sem ekkert fær slökkt. Ljósið sem er tengd hinu æðsta ljósi, Guði. Vitneskjan um Krist ætti að vera áminning um þessa tengingu sem öllum mönnum er unnt að hafa. Sýndu þér skiling þegar illa gengur, sýndu hugrekki þegar á móti blæs og til að standa fast á þínu þegar aðrir reyna að telja þér trú um að veröldin sé á annan hátt en þú skynjar hana. Leyfðu ljósi þínu að skína í öllum mögulegum aðstæðum. Finndu friðinn sem fylgir því að vera meðvituð/meðvitaður um innra ljósið og alheimsljósið. Settu allt þitt traust á Guð. Guð mun vel fyrir sjá. Fylgdu þeim leiðbeiningum sem þú heyrir innra með þér, þær leiðbeiningar eru sannar og þér fyrir bestu. Ef þér finnst þú vera týnd/ur í myrkrinu skaltu biðja um hjálp og hjálpin mun berst, kannski úr óvæntri átt. Vertu móttækileg/ur og opin/n gagnvart lífinu og þeim áskorunum sem þú ert að kljást við. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Því er það ekki þitt að dæma né spá fyrir um eigið líf né annarra.