Þegar kveikt hefur verið á kertinu mun það loga þó vindar blási. Viskan kemur innan frá, tenging við hið guðlega hjálpar til við að muna það sem áður hefur verið lært. Treystu innsæinu það mun aldrei bregðast. Hugmyndir þínar um tilgang lífsins munu aldrei nálgast þau svör sem þú getur fengið frá innsæi þínu. Það eina sem þarf að gera er að gefa sér tíma til að hlusta á þögnina, helst einu sinni á dag án áreitis utan frá. Vandinn liggur helst í því að fólk skipuleggur ekki stundir sínar nægilega vel og því líða dagarnir framhjá án þess að fólk gefi sér andrými. Ef almenningur myndi gefa sér þessa stuttu stund myndi svo margt breytast til góðs. Láttu ekki utan aðkomandi áhrif trufla einbeitingu þína, þér er ögrað öllum stundum og því þarf einbeiting þín að vera til staðar. Einbeittur vilji til að tengjast hinu æðra sjálfi, einlæg ósk um að fá leiðsögn.