Þegar óttinn kæfir skýra hugsun skaltu draga andann djúpt nokkrum sinnum. Við það róast hugur þinn og óttinn minnkar. Andstæða ótta er kærleikur og því er gott að sjá fyrir sér hjartað fullt af kærleika, ást og umhyggju. Dreifðu svo þessari góðu tilfinningu um allan líkamann með hverjum andardrætti. Hafðu það að markmiði þínu í dag að breiða út kærleika og um leið og óttatengd hugsun gerir vart við sig skaltu draga andann djúpt og sleppa taki af óþægilegum tilfinningum. Kærleikur er ljós en ótti er myrkur. Ljósið vex með hverri kærleiksríkri hugsun þinni en myrkrið eykst með óttatengdum hugsunum. Þú skapar veröld þína með því hvaða hugsunum þú veitir athygli. Í dag skaltu gera allt þitt til að bæta heiminn, taka eftir fegurð náttúrunnar, fegurð barna þinna og maka. Taktu eftir blæbrigðum lita, hljóða, áferðar mismunandi efna. Vertu með fulla athygli á líðandi stund og þá mun þér líða vel.