Vertu ljósið

Þegar þú sest á afmarkaðan stað til að hugleiða skaltu byrja á að tengja þig ljósinu. Sjáðu fyrir þér ljósið streyma til þín af himnum ofan í þeim lit sem kemur til þín. Kannski er það gyllt eins og sólargeisli, kannski í grænum og bleikum tónum eins og norðurljós. Sá litur og mynd sem kemur upp í huga þér er það sem þú þarft á að halda þá stundina. Þegar þú tekur á móti ljósinu ertu að taka á móti guðsorkunni, kærleika Guðs sem er allt í krignum þig og innra með þér. Þinn æðsti tilgangur er að dreifa kærleikanum meðal manna og annarra lifandi vera. Sýndu elsku þína í orðum og verki. Vertu ljósið.