Vertu ljósberi

Kærleikur, gleði, samvera og nánd eru hugtök sem koma upp í huga hvers manns um jólahátíðina. Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Ljóss og friðar í hjörtum. Slíkar gjafir er ekki hægt að kaupa, ljósið býr núþegar innra með þér og friðurinn er þar einnig. Hvað gerir þú til að finna þennan innri frið? Hvað gerir þú til að tengjast þínu innra ljósi? Svaraðu þessum spurningum og hafðu að markmiði þínu að gefa þér daglega stund til að tengjast ljósi þínu og friði. Daglegar venjur skapa mynstur sem smám saman búa til fallega mynd sem er líf þitt. Það sem þú gerir í dag í þágu ljóss og friðar hefur áhrif á allt samfélagið. Vertu ljósberi.