Vernd vor kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hefur þú hugleitt hvaða vernd þú notar til að tapa ekki orku þinni eða verða fyrir minni áhrifum orku annarra? Alltof fáir huga að því að passa upp á okrusvið sitt og skilja svo ekkert í því að þeir séu þreyttir og framtakslausir.
Margar leiðir eru til að nota til að vernda sig með og verður hver og einn að finna hvaða leið hentar honum best. Að sjá fyrir sér fjólubleika hjúp utan um líkmamann, eins og stóra kúlu hentar mörgum. Aðrir kjósa að signa sig og fara með bæn. Sumar kjarnaolíur eru gagnlegar til verndar s.s. Valor. Besta og öflugasta verndin er þegar þú ákallar Guð og biður um að ljós Guðs hjúpi þig eins og ljóssúlu sem kemur frá himnum. Þegar þú ferð á mannamót, á erfiðan fund, í margmenni eða hvar sem er þar sem orka þín getur minnkað skaltu byrja á að sækja ljós Guðs þér til verndar. Um leið ertu að biðja um að Guð veri með þér og andleg tenging við almættið er komið á. Mundu að þú þarft að biðja því frjáls vilji þinn til athafna er virtur.
Miðlun frá 26.10.21