Um liti

Allir litir eru til vegna ákveðinnar tíðni orku og ljóss. Litir flæða um í alheiminum, svo lengi sem ljósið er til staðar til að birta þá. Hægt er að sjá þessa liti streyma frá öllu, því í öllu er ljós, allt er skapað af Guð sem er ljós. Þeir sem hafa þjálfað sig í að sjá þessa litaorku geta jafnvel farið að sjá tónlist í litum þar sem tónlist er líka orkutíðni.Þeir sem hugleiða reglulega og þjálfa sig á andlega sviðinu geta smátt og smátt öðlast færni í að sjá litadýrðina. Best er að þjálfa sig í að sjá ljósgeislana með því að horfa á kertaljós. Geislabaugurinn utan um logann ber með sér liti ljóssins. Augað nemur best gulgyllta litinn og þann hvíta en ef þú rýnir betur geturðu séð aðra liti svo sem fjólubláan, bleika, grænan og bláan. Allir menn og dýr hafa svipað orkusvið í kringum sig og því má sjá orkuna streyma frá þeim í þessum litatónum. Það fer eftir líðan og dagsform hvers og eins hvaða litur er mest ríkjandi í orkusviðinu hverju sinni. Allir litir hafa merkingu og geta þeir gefið vísbendingu um bæði líkamlega og andlega líðan viðkomandi.