Trú, von og kærleikur

Upprisa Krists gefur okkur von um eilíft líf. Ljósið sigraði myrkrið, lífið sigraði dauðann. Gefðu aldrei frá þér vonina. Vonina um að ljósið lifi. Þegar dauðinn yfirtekur líkamann lifir sálin áfram í Guði, hjá Guði. Guð tekur á móti öllum sálum en vistarverur Guðs eru margvíslegar og sálir af mismunandi tíðni eru á ólíkum stöðum. Veittu ljósi Guðs aðgengi að þér. Hleyptu kærleika Guðs að þér. Fylltu hjarta þitt af trú, von og kærleika. Nýttu pákskahátíðina til að minna þig á hringrás náttúrunnar. Um leið og þú sleppir taki af dauðanum, því sem þú vilt ekki lengur hafa í lífi þínu, býrðu til pláss fyrir nýtt líf, nýjan vöxt og nýjan þroska.

Páskadagur 17. apríl 2022