Tölur

Alheimurinn nær sambandi við þig í gegnum form og tölur. Tölur hafa djúpa merkingu í hinum andlega heimi. Þegar þú sérð samstæðar tölur máttu vera viss um að þú sért að fá staðfestingu á að þú sért á réttri leið, að englarnir blessa það sem þú ert að fást við. Talan 11:11 hefur mjög sterka skýrskotun í hinn andlega heim. Tölurnar mynda saman tvær súlur, líkt og inngöngu í aðra vídd. Talan 11 er meistaratala og er samsett af einingu. Vertu vakandi fyrir því hvaða tölum þú tekur helst eftir. Kannski sérðu tölur afmælisdagsins þíns eða ættmenna, jafnvel dánardaga látinna ástvina, kannski sérðu bregða fyrir tvennum (t.d. 11:11, 13:13) eða þrisvar sömu töluna (333, 444). Þú getur komið auga á þessar tölur á klukkunni, bílnúmerum, í símanúmerum, verðmerkingum eða á öðrum stöðum. Veittu því athygli sem þú veitir athygli.