Tjáning

Leyfðu tjáningu þinni að streyma fram óheftri. Tjáning fólks er mismunandi frá einum manni til annars. Sumir kjósa að tjá sig með orðum, aðrir í gegnum söng, myndlist, ljóðum, dansi eða einhvers skonar gjörningi. Hvernig tjáningin fær útrás er undir hverjum og einum komið. Aðalatriðið er að tjáningin flæði fram, óhindruð. Með tjáningu þinni nærðu að sýna umheiminum hver þú ert, hvað þú vilt skapa, hvaða skoðanir þú hefur á ólíkum málefnum og hvernig þú túlkar þær tilfinningar sem þú finnur innra með þér. Leyfðu tjáningu þinni að fá útrás á hverjum degi. Finndu leiðir til að halda henni stöðugri. Finndu mátt þinn og megin í gegnum ólík tjáningarform. Tjáðu hug þinn og hjarta á fallegan hátt bæði þér og öðrum til heilla.