Tiltekt í hjörtum manna

Þegar mannkynið hefur áttað sig á hlutverki sínu í þágu Almættisins verður ekki lengur togstreia milli ljóss og skugga, góðvildar og illsku. Þar til jafnvægi kemst á munu stríð geysa, ósætti innan hópa og fjölskyldna. Leiðin að jafnvæginu byrjar innra með hverjum manni. Þegar hver einasti einstaklingur hefur náð sátt við sjálfan sig og Guð hefur hann engu öðru að miðla en tærum kærleika, ást og friði. Til að mannkynið geti átt farsæla framtíð með trú, von og kærleika að leiðarljósi þarf ákveðin tiltekt að eiga sér stað í hjörtum manna. Þegar hver og einn verður orðinn sáttur við fortíðina og óhræddur við framtíðina getur hann búist við rólegum og farsælum dögum.

Vertu óhrædd/ur að biðja um hjálp til að öðlast jafnvægi og sátt. Biddum um leiðsögn þér og öðrum til gagns. Biddum um hjálp til að rata leiðina þína. Biddum um hjálp þegar erfiðleikar bjáta á og þakkaðu fyrir þegar þú finnur fyrir meðbyr og velgengni. Guð, verndarenglar og leiðbeinendur þínir eru reiðubúnir til að rétta fram hjálparhönd ef þú biður. Þinn frjálsi vilji er verðveittur og metinn, það er aldrei gripið fram fyrir þinn vilja. Vertu viss um hvað þú vilt, hvert þú stefnir, hverju þú vilt áorka. Biddum um aðstoð þegar þú þarft á að halda og þú færð að upplifa velsæld, sátt og jafnvægi.