Tilfinningar

Þú berð með þér tilfinningar frá fyrri reynslu, bæði reynslu sem þú hefur hlotið í þessari jarðvist og eins öðrum jarðvistum. Tilfinningar kenna þér einna mest en þú verður að sleppa taki af þeim tilfinningum sem íþyngja þér á einhver hátt. Líkaminn segir þér hvar tilfinningarnar hafa sest að en til þess að geta skynjað þær þarftu að gefa þér stund til að hleypa þeim upp á yfirborðið. Gott er að líta yfir farinn veg og staldra við hjá þeim atburðum sem höfðu hvað mest áhrif á þig. Ef þú berð enn tilfinningar sem hreyfa við þér á óþægilegan hátt skaltu gefa þér rými til að skoða þessa tilfinningar og atburðinn sem ollu þeim. Hvort heldur sem þú skrifar hjá þér það sem gerðist og hvaða afleiðingar atburðurinn hafði á þitt líf og hugsanir eða leyfir þér að endurupplifa atburðinn í huganum, þá eru það leiðir til að hleypa tilfinningunum aftur að en svo þarftu að vera tilbúin/n að sleppa taki af þessum tilfinningum. Þú getur ekki breytt atburðinum sjálfum og afleiðingum hans, en hvaða áhrif þessi lífsreynsla hafði á þig og líf þitt er undir þér komið. Takmarkið er að geta haldið áfram með reynslu í farteskinu sem hefur þroskað þig og getur mögulega veitt öðrum skilning og sýn á lífið sem annars væri ekki hægt að upplifa. Þú ert fyrirmynd fjölda fólks sem hefur einnig hlotið svipaða lífsreynslu og því er hver atburður í þínu lífi ekki einungis ætlaður þér einni/einum heldur ber þér að finna sammannlega lífsreynslu meðal bræðra þinna og systra.

Horfðu björtum augum til framtíðar. Ljósið lýsir alltaf hvort sem þú finnur fyrir því eða ekki.