Tíðni jarðarbúa er að hækka. Margir finna fyrir ólgu innra með sér, verki í líkamanum eða óþægilegum tilfinningasveiflum. Takið á móti breytingunum með opnum huga og hjarta. Ef þið streytist á móti og hleypið ekki orkunni að munuð þið finna meira fyrir breytingunum. Ólga í samskiptum, ágreiningur um málefni sem eru ykkur hjartfólgin og aðrir núningar gefa til kynna þessa orkubreytingu. Líkja má umbreytingunum við hríðaverki. Þeir eru óbærilega sársaukafullir en með réttri öndun, jákvæðu sjálfstali og von í brjósti um að nýtt líf muni fæðast getið þið haldið þetta út. Ljósið sem mun fæðast verður skærara en nokkru sinni fyrr. Kærleikurinn sem þið munið geta tekið á móti verður dýpri en þið hafið áður fundið. Ást ykkar til hvers annars mun verða sannari og samkenndin meiri. Undirbúið ykkur með því að hreinsa mataræði ykkar, gera öndunaræfingar, passa upp á að hvílast nóg og fylla hjörtu ykkar von og tilhlökkun. Umbreytingin sem er framundan er blessun mannkyns.