Þú ert farvegur ljóssins

Þér er ætlað að birta ljós Guðs alla daga. Því skaltu hugsa á hverjum degi: „Verði þinn vilji!“ Þú ert farvegur ljóssins. Guð þarf á þínum kröftum að halda til að birta elsku sína. Hafðu í huga að særa engan með orðum þínum né gjörðum. Hafðu að takmarki þínu að lyfta öðrum upp með gleði þinni, hlátri þínum og einlægri nærveru. Þegar þú hleypir ljósi Guðs í líf þitt mun líf þitt umbreytast til góðs. Þegar þú finnur fyrir öryggi í þínum innsta kjarna standa þér allar dyr opnar. Leyfðu Guði að leiða þig áfram. Treystu flæðinu.