Þú ert farvegur kærleikans

Kærleikur er að verki alla daga, alls staðar. Hleyptu kærleikanum að, gefðu honum rými, bæði til að þiggja fyrir sjálfa/n þig og til að gefa öðrum. Faðmaðu fólk og dýr að þér og sýndu þeim væntumþykju og hlýju. Veldu falleg orð til að hrósa og hvetja fólk áfram. Krafturinn og gleðin sem fylgir kærleikanum er hrein og tær orka sem kemur beint frá Guði. Orkan sem streymir frá þér er guðleg orka. Þú ert farvegur þessarar orku og við sem störfum í þágu Guðs hjálpum ykkur til að miðla þessari kærleiksríku orku áfram. Verið óhrædd við að sýna öðrum þetta tæra hreina ljós. Þegar fleiri og fleiri líta á sig sem boðbera ljóssins munum við sjá kraftaverk gerast.