Þroski sálar

Heiðarleiki, traust og hrein samviska hjálpar til við að þroska sálina. Þroski sálar kemur ekki sjálfkrafa með hækkandi aldri. Þroski sálar kemur með meðvitaðri æfingu huga og líkama til að feta braut ljóssins. Það tekur mislangan tíma fyrir sálir að vakna til vitundar um tilveru ljóssins, tilveru Guðs. Þegar sú vitneskja hefur bært á sér skiptir miklu máli að horfa ekki um öxl og álasa sér fyrir að hafa breytt rangt áður en viðkomandi vaknaði. Það sem öllu máli skiptir er að hafa vaknað, taka ábyrgð á líðandi stundu svo að framtíðar ávextir verði sætir og góðir. Slepptu taki af fortíðinni, hún þjónar þér ekki lengur nema til að þú getir lært af henni. Vertu með fulla athygli í dag, láttu gott af þér leiða með brosi þínu, orðum og fallegri framkomu. Þá mun framtíð þín verða björt. Dagurinn í dag er allt sem þú hefur. Nýttu hann vel.