Þakklæti

Þakklæti er efst í huga margra um páskahátíðina. Þakklæti yfir lífinu, þakklæti fyrir allt það sem Guð hefur gefið. Gleði og hamingja ætti að ríkja í hjörtum okkar daglega yfir öllu því sem okkur er fært. Oft á tíðum komum við ekki auga á það sem er þakkarvert en að veita því fallega og góða sem við upplifum á hverjum degi er hægt er að þjálfa. Gakktu út í ljósið, fegurðina og friðsældina sem náttúran býður þér upp á. Náttúran jarðtengir þig en þegar þú opnar fyrir kærleika Guðs þarftu um leið að gæta þess að fá næga jarðtengingu á móti. Leyfðu þér að finna kraftinn sem móðir jörð færir þér hvort sem hann er í formi vinds, regns, sólarljóss eða fuglasöngs. Að dvelja um stund í faðmi móður jarðar getur gefið þér nýja dýpt og nýja sýn, endurnýjað krafta þína og hugrekki til að takst á vð hversdagslífið. Prófaðu að setjast við sjávarsíðuna, leggjast í mjúkt gras eða faðma tré og finndu orkuna sem jörðin gefur þér. Njóttu þess að taka á móti gjöfum jarðar og fylltu huga þinn og hjarta af þakklæti.