Þakklæti um áramót

Á tímamótum sem þessum þegar áramót ganga í garð er gott að huga að því hvað þú ert þakklát/ur fyrir. Hvað kemur upp í hugann þegar þú hugsar til baka um árið sem er að líða? Hvaða gleðistundir risu hæst? Hvað kenndi þér mest? Hvað gerðir þú til að hjálpa öðrum til að rísa hærra á andlegri braut? 
Það er svo margt sem þú getur þakkað fyrir en oft á tíðum getur reynist erfitt að koma auga á það sem er þakkarvert. 
Á næsta ári væri hjálplegt skrifa reglulega hjá þér þegar þú kemur auga á eitthvað sem þakka má fyrir. Þú getur gert þetta daglega, einu sinni í viku eða einu sinni í mánuði. Gott er að hafa hjá sér bók þar sem þakkarefnin eru skrifuð niður í. Þegar skráð er jafnt og þétt í slíka bók reynist auðveldara að vega og meta hvað árið færir manni til aukins þroska.