Þegar dagur er að kveldi kominn skaltu leiða huga þinn að öllu því sem dagurinn hefur fært þér. Þakklæti yfir gjöfum Guðs hvort sem þær eru bros frá náunga þínum, faðmlag frá ástvini eða leikgleði barns. Gjafir Guðs eru sjaldan efnislegar gjafir og því oft erfitt að koma auga á þær. Vendu þig á að telja gjafir Guðs áður en þú svífur inn í drauma næturinnar. Fylltu einnig huga þinn af tilhlökkun yfir gjöfum næsta dags. Finndu værð og ró færast yfir þig og biddu engla Guðs að vaka yfir þér á meðan þú sefur.