Tannhjól lífsins

Þú ert salt lífsins. Þú kryddar tilveruna með hæfileikum þínum og persónuleika. Hugsaðu um þig sem ljós og salt. Aðrir þurfa á þér að halda, þú ert þeirra styrkur og leiðarljós. Hvert og eitt okkar hefur ákveðnu hlutverki að gegna til að tannhjól lífsins vinni rétt. Þegar eitt tannhjól byrjar að hökta þá hefur það áhrif á alla vélina, eins er því farið með mannlífið. Hver sál er tengd heildinni. Þegar þú gerir eitthvað gott hefur það samleiðandi áhrif á alla aðra sem tengjast þér á einn eða annan hátt. Þú ert eins og þráður í teppi, sérð ekki heildarmyndina sjálf/ur en þeir sem horfa úr fjarlægð geta greint fallega mynd eða mynstur í teppinu sem þú ert hluti af. Aldrei efast um eigið ágæti og mikilvægi þitt á jörðinni. Hver sál er einstök, þörf og gerð til að birta Guð í allri sinni dýrð. Guð er innra með þér, alla daga, allt til enda veraldar.