Talnamynstur

Hefurðu veitt tölum í umhverfi þínu athygli? Tölur eru tákn sem hægt er að lesa ýmislegt úr. Allar tölur hafa dýpri merkingu sem gaman er að velta fyrir sér. Tölustafurinn 1 stendur til að mynda fyrir einingu, Guð, heild, nýtt upphaf og sköpun. Tölustafurinn 2 stendur meðal annars fyrir samband, samvinnu og jafnvægi. Þegar þú sérð endurteknar tölur, svo sem 11:11 eða 333, gefa þær til kynna að þér sé veitt blessun í því sem þú ert að fást við. Allt í alheiminum er byggt upp á stærðfærði og lógík. Þegar þú hefur lært að ráða dýpri merkingu þeirra tákna og talna sem á vegi þínum verða geta dyr opnast inn í annan heim sem þú vissir ekki að stæði þér svo nærri. Þessi talnamynstur eru víða svo sem í fjölda laufa í blómum, í tónlist og dagsetningum. Skráðu hjá þér þegar þú tekur eftir talnamynstrum í umhverfi þínu. Tölur eru lykill að töfraveröld. Þú ert með lykilinn í hendi þér en þú þarft að læra dýpri merkingu talnanna svo talnalásinn ljúkist upp.