Þinn innri styrkur

Styrkur þinn eflist þegar þú finnur fyrir tengingu þinni við hið æðsta ljós. Þegar þú finnur hve mikill styrkurinn er, hve mikill mátturinn er, eflist þor þitt og hugrekki til að vera þú sjálf/ur. Þú finnur að þú ert aldrei ein/n, almættið er alltaf þér við hlið og styður þig í þeim ákvörðunum sem þú tekur. Ef þér finnst þú missa mátt og styrk geturðu ímyndað þér að þú sért tignarlegt fjall. Fjallið býr yfir styrk sem þú býrð einnig yfir. Það er sama hvað á bjátar, fjallið lætur ekkert á sig fá, það haggast ekki, hvernig sem viðra. Finndu þinn innri styrk með allri þeirri hjálp sem þú hefur tök á að fá, frá æðri mætti og innri vissu um að þú sért að þjóna ljósinu mannkyninu til góðs.