Skynjun þín á Guði

Skynjun þín á almættinu getur verið mismunandi eftir dagsformi þínu. Andardráttur þinn getur minnt þig á tilveru Guðs, fegurð blóma getur minnt þig á sköpun Guðs, hlátur vina tengir þig við gleðina sem býr í tilverunni, falleg tónlist kemur þér í hugarástand sem felur í sér flæði líkt því sem er í guðsríki, andlegur texti getur veitt þér innblástur til að miðla áfram vitneskju þinni um Guðs orð. Hver þín leið er til að ná tengingu við það sem þú skynjar sem æðri máttarvöld, verður þú að finna út. Gefðu þér stund á hverjum degi til að þjálfa þig í skynjun þinni, þjálfa þig í að upplifa, sjá og finna fyrir elsku Guðs.