Skírdagur

Síðasta kvöldmáltíðin er í hugum margra átakanleg stund í félagslegu samhengi. Það kvöld vissi Jesú að einn vina sinna myndi svíkja sig, hann vissi hver það var en lét framhaldið í hendur Guðs. Í lífinu fáum við oft krefjandi verkefni sem við viljum svo gjarnan leysa sjálf en finnum að það er ekki í okkar valdi heldur Guðs. Þegar þú leyfir Guði að ráða för, leyfir forsjóninni að hafa sinn gang, finnurðu ákveðinn létti, þú finnur fyrir trausti og trú að allt fari vel. Kannski fara hlutirnir ekki eins og þú sást þá fyrir en þegar horft er til baka sérðu að það sem gerðist var þér fyrir bestu, var þroska þínum fyrir bestu og hafði samverkandi áhrif á þá sem eru þér samferða í lífinu.

Notaðu daginn í dag til að skerpa á trú þinni, skerpa á sýn þinni, skerpa á trausti þínu á Guð. Handleiðsla Guðs mun leiða þig á réttan stað. Handleiðsla Guðs veitir þér staðfestu um að allt er eins og það á að vera. Þú ert ljósberi Guðs, þú ert ávöxtur lífsins.