Nú er Pálmasunnudagur, dagurinn sem Jesú kom ríðandi á asna inn til Jerúsalem og allir fögnuðu honum líkt og konungi. Boðskapur Jesú Krists á enn vel við í dag. Hann boðaði meðal annars kærleika og fyrirgefningu. Hann var og er sannur leiðtogi og góð fyrirmynd. Jesús flokkaði fólk ekki eftir útliti, samfélagsstöðu né trúarafstöðu. Hann áleit alla jafna fyrir Guði og kenndi fólki að leita sannleikans. Þær þjáningar sem Jesús tókst á við næstu daga á eftir minna okkur á hve lífið getur verið hverfult, hvað við getum verið fljót að dæma, hvað við getum snúist fljótt gegn hvert öðru og hvernig múgsefjun getur blindað okkur sýn.
Veltu fyrir þér hver leiðtogi lífs þíns er. Hver er þín fyrirmynd í orðum og gjörðum? Hvernig áhrif viltu þú hafa á samferðafólk þitt? Hvað ætlar þú gera í dag til að breiða út kærleika? Hverjum þarft þú að fyrirgefa svo þú getir öðlast frelsið sem þú átt skilið?