Samskipti

Til að eiga í góðu samskiptum við aðra þarftu að hlúa að vinskap ykkar á milli. Þú ræktar samskipti við vini þína og fjölskyldu með því að deila með þeim lífi þínu, hugsunum, gleði og sorgum. Eins er því farið með samskipti sem þú getur haft við þá sem eru farnir á undan þér í anna heim eða þá leiðbeinendur þína sem eru í öðrum víddum. Temdu þér að setjast niður á hverjum degi, róa hugann með því að draga athyglina að andardrætti þínum og sleppa taki af daglegum áhugyggjum og amstri. Þegar þú hefur náð innri ró, góðri jarðtengingu og tengingu við ljósið hið innra og allt um kring geturðu beðið þá sem standa þér næst hinu megin um að koma nær. Kannski finnurðu fyrir nærveru þeirra með breytingu á orku, finnur hita- eða kuldabreytingar í herberginu, finnur einskonar strauma fara um líkama þinn eða færð sterka tilfinningu fyrir hver er kominn.

Þegar sambandið er komið á geturðu beðið viðkomandi um hjálp og leiðsögn. Kannski sérðu svörin við spurningum þínum koma í myndformi, kannski heyrðu setningar eða færð skilaboð með öðrum hætti. Við skynjum öll veröldina með ólíkum hætti því þarft þú að átta þig sjálf/ur á hvernig skilaboð koma til þín. Kannski ferðu að sjá röð atvika raðast upp í lífi þínu með ótrúlegum hætti, finnur hlut sem hefur verið týndur í einhvern tíma eða finnur einhvers konar meðbyr í því sem þú ert að fást við.

Biddu um hjálp og trúðu að bænum þínum sé svarað. Máttur bænarinnar er sterkari en þú getur gert þér í hugarlund. En til að þér sé hjálpað þarftu að kalla eftir aðstoðinni. Trúðu og treystu og Guð mun vel fyrir sjá.