Samkennd

Stefnuleysi, óreiða, spenna og ótti einkenna samfélag okkar nú á dögum. Meginástæða þessa er ónæg tenging við innra sjálf og þar með Guð. Guðsorkan sem býr innra með þér einkennist af kærleika, samkennd og væntumþykju gagnvart sjálfum þér og öðrum.

Þegar þú sýnir öðrum vanvirðingu hvort sem það er með orðum eða gjörðum ertu um leið að vanvirða sjálfan þig því við erum öll tengd ósýnilegum böndum. Það sem þú gerir þínum minnsta bróður gerirðu sjálfum þér. Sýndu því elsku í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.

Saman erum við svo miklu sterkari. Sundrung dregur úr orku, eykur neikvæðni, hamlar og festir í fjötra. Finndu friðinn innra með þér og deildu honum með samferðamönnum þínum.