Leyfðu þér að vera ljósið sem þú ert

Þegar þú sest niður í ró og beinir athygli þinni að sjálfri/um þér styrkist samand þitt við Guð. Innra með þér er guðsneisti sem þú getur hlúð að alla daga einfaldlega með því að beina athyglinni að andardrætti þínum og kyrrðinni innra með þér. Kannski trufla hugsanir þínar leið þína að þínum dýpsta kjarna, en með æfingunni hættir hugur þinn að krefjast athygli og þú kemst í tengsl við ljósið hið innra. Gefðu þér þessa stund, hlúðu að þér og leyfðu þér að vera ljósið sem þú ert. Þegar ljós þitt nær að skína skært, fylgja fleiri á eftir. Þú munt ganga veg Guðs og smám saman skaparðu himnaríki á jörðu. Með þínum innri mætti öðlast líf þitt tilgang.