Sálarþroski

Þegar sál yfirgefur jarðvistina má líkja því við ferðalag. Sálin hefur undirbúið ferðalagið í nokkurn tíma, jafnvel þó andlátið hafi átt sér stað með stuttum fyrirvara.

Skilin milli heimanna eru þynnri en þið getið gert ykkur í hugarlund. Einn andardráttur skilur á milli lífs og dauða. Fyrsti andardráttur barns inn í jarðheim setur upphaf lífs þess og síðasti andardrátturinn afmarkar endalokin. Þó svo að efnislíkamninn hafi þetta upphaf og endi þá lifir sálin áfram. Fluttningur milli heimanna tekur á. Bæði fyrir þá sem syrgja jarðarmegin og þá sem syrgja sál sem fæðist í jarðheimum. Sorg þeirra sem í andaheimum eru er einnig töluverð. Sá fögnuður sem þið sýnið þegar nýtt ljós fæðist, nýtt barn er álíka mikill og þegar dauðinn skilur sálina frá efnisheimi yfir í andans heim. Fögnuður okkar er mikill þegar sál hefur lokið jarðvist sinni og enn meiri ef sálin hefur öðlast aukinn þroska með veru sinni þar. Ekki geta allar státað sig af mklum sálarþroska þrátt fyrir langa jarðvist en verkefnin hafa engu að síður verið til staðar þó viðkomandi hafi kosið að líta fram hjá þeim þroska sem hægt var að hljóta af þeim.

Þegar sál sameinast ljósinu á ný, kemur til himnaríkis, taka vinir og skyldmenni sem á undan fóru á móti sálinni. Fagnaðarfundirnir eru mikilir og innilegir. Ef viðkomandi var trúaður má vera að viðkomandi fái að sjá sína meistara, en það fer eftir trúrækni viðkomandi. Það breytir engu hvaða trú viðkomandi aðhylltist, sú trúarmynd sem hjálpaði sálinni að þroskast mun birtast henni ef viðkomandi vill fá staðfestu á trú sinni og vissu. Þeir sem kjósa að aðhyllast engin sérstök trúarbrögð munu einnig fá að sjá ljósið en á sínum forsendum. Ljósið er skærast þeim sem hafa notað tíma sinn á jörðu til að fægja og slípa til vankanta sína, pússa glerið ef svo má að orði komast.

Sumar sálir kjósa að snúa strax aftur til jarðvistar. Þær átta sig á að sálir þeirra þurfa aukinn þroska til að geta fengið að sjá meira og finna dýpra. Þær sálir sem hafa unnið vel í sér á jarðvistartímanum hafa möguleika á að komast á hærri tíðni og sjá þar af leiðandi meira og finna dýpri tengingu við kærleikann. Þeim sálum er í sjálfsval sett að fæðast aftur á Jörðinni. Slíkir flutningar eru undirbúnir vel. Sálin velur sér fjöslkylduaðstæður, foreldra og búsetuskilyrði. Stræstu vörðurnar eru fyrirfram ákveðnar en gangan á milli þeirra er sú leið sem hver sál hefur frelsi til að velja. Hvatning og spenna fylgir. Þeir sem standa sálinni næstir vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa sálinni að rata rétta leið, en mega ekki grípa fram fyrir vilja einstaklingsins. Þegar einstaklingur þjálfar sig í að hlusta á innsæið, er hann að efla samband sitt við leiðbeinendur sína og styrkja þráðinn á milli heimanna.

Miðlun 7.7.22