Nýtt ár, nýtt upphaf

Meðvitund þín skynjar tilveruna á annan máta en undirvitund þín. Þegar þú leyfir undirvitundinni og innsæi þínu að ráða meira för gerast kraftaverk í lífi þínu. Þú ferð að skynja veröldina á annan máta. Sjá samhengi milli hluta, sjá tengingu milli atburðarásar og samferðafólks þíns. Þjálfaðu þíg í næmni til að heyra betur, sjá skýrar, finna meira, snerta dýpra. Þú ert mögnuð lífvera með yfirskilvitlega möguleika svo lengi sem þú leyfir þeim að þróast í takt við þinn sálarþroska. Búðu þig undir stórkostlegt ár þar sem tíðni þín mun hækka, ljósið verða skærara, tilfinningar dýpri. Leggðu þig fram um að þróa betur þá hæfileika sem þér voru gefnir. Trúðu að þér sé leiðbeint og treystu þeirri leiðsögn. Guð er yfir og allt um kring, mun nær en þú getur ímyndað þér. Þjálfaðu þig í að finna fyrir nærveru Guðs innra með þér og hið ytra. Þú ert skapari lífs þíns. Skapaðu það sem þú vilt að framtíðin færi þér. Þér eru allir vegir færir svo lengi sem þú ert í guðsflæði, í sátt og sannleika.