Þú getur treyst á mátt Guðs. Hann er með þér alla daga, hverja mínútu, hvert andartak. Þegar þú finnur að þig vantar styrk til að halda áfram, fram veginn, er Guð bjargið sem þú getur byggt líf þitt á. Þú hefur val og visku til að beita við lausn þeirra þrauta sem fyrir þig eru lagðar. Guð býr innra með þér. Guð er kærleikur, ljósið og elskan. Þegar þú sýnir bæði þér og öðrum kærleika þá ertu að sýna þér og öðrum Guð í verki. Guð er það sem tengir allar lifandi verur saman því kærleikur og ljós býr í öllu. Ekki leita langt yfir skammt. Hvíldu sátt/ur í þér því þú ert sköpuð/skapaður í guðsmynd, þú ert andi sem býr yfir meira ljósi, kærleika og visku en þú trúir. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Vandaðu það sem þú hugsar, segir og gerir. Þegar allir menn verða farnir að hugsa á þennan veg kemst mannkynið á hærra plan, þá verður guðsríki á jörðu, ekki fyrr.