Núvitund

Dagurinn í dag er sá eini sem þú hefur. Temdu þér því að vera í núvitund. Að vera í núvitund felst í því að sleppa taki af fortíðinni og óttast ekki framtíðina. Að dvelja í hverju augnabliki með fulla athygli og einbeitingu. Njóta hvers andardráttar, taka eftir fegurð nátttúrunnar, hlátur barna, gleði í augum vina og samferðafólks. Að vera hér og nú, án allra væntinga án þess að dvelja í óuppgerðum tilfinningum en þess í stað að taka fagnandi á moti nýjum uppgötvunum sem ýta undir nýjar tilfinningar. Vertu meðvituð/meðvitaður um líðan þína hverja stund og hlúðu vel að þeim tilfinningum sem veita þér gleði. Tengdu þig hjarta þínu með djúpum andardrætti og slepptu um leið taki af öllu því sem gæti verið að trufla þig. Vertu hér og nú, í fullkomnu trausti og sátt.