Næmni

Hverjum manni er gefin næmni. Þegar þú gefur þér tíma í þögn geturðu þálfað næmni þína. Taktu eftir hvort þú skynjir tilfinningu, orku, hljóð, setningar, sjáir liti eða myndir koma til þín. Fólk skynjar innsæi sitt með ólíkum hætti. Til að byrja með gætirðu átt erfitt með að einbeita þér. Hugur þinn gæti truflað skynjunina.

Galdurinn er að sleppa taki af hugsununum og komast þannig í flæði við þitt innra sjálf. Þegar sú tenging hefur komist á nærðu auðveldar sambandi við alheimsorkuna, kærleikann sem umvefur allt og alla. Guðlega orkan er til í óendanlegu magni. Hún er til staðar fyrir þig, bæði svo þú sjálf/ur geti notið og til þess að þú getir deilt henni með öðrum.

Á hverjum degi skaltu því gefa þér stund í næði til að tengjst inn á við svo þú megir blómstra út á við.

Miðlun 21.10.21