Morgunrútínan

Morgunrútína er nokkuð sem þú ættir að temja þér. Að byrja daginn á að tengjast inn á við, hvort sem það er í gegnum hugleiðslu, með ásetningi, bæn eða bara nokkrum djúpum meðvituðum andardráttum getur gert gæfumun á hvernig dagurinn mun verða. Sú meðvitund um að þú ert ljós, þú ert farvegur guðsorkunnar, getur breytt því hvernig þú tekst á við verkefni dagsins. Í hvert sinn sem þú segir eða hugsar „ég er“ ertu að tengja þig við Guð innra með þér. „Ég er“ eru máttugri orð en þú áttar þig kannski á. „Ég er“ merkir í raun „Guð er“. Því skaltu aldrei segja við sjálfa/n þig, hvorki í huga þér né upphátt, að þú sért eitthvað annað en allt það góða, fallega, velviljaða, kraftmikla og hugrakkasta sem til er. Þú þarft ekki að trúa því, það er einfaldlega staðreynd að innra með þér er ljós Guðs að verki. Ljós Guðs er í allri sköpun. Ljós Guðs, andi Guðs, er lífsandinn sem er í öllu. Ljósið er lífsorkan (prana, chi) sem streymir um innra með þér og heldur þér á lífi. Ljósið fylgir andanum, sálinni. Við dauðann fer andinn úr líkamanum og þá byrjar líkaminn að umbreytast í annað efni á meðan að andinn lifir að eilífu.

Veltu fyrir þér hver ásetningur þinn er fyrir daginn í dag? Hvernig ætlar þú að miðla guðsorkunni áfram í dag? Hvaða hjörtu ætlar þú að snerta í dag?